„Ég er búin að vera rosalegur villingur“

Auður Jónsdóttir.
Auður Jónsdóttir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Auður Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur er gest­ur Har­ald­ar Þor­leifs­son­ar, Halla, í hlaðvarpsþætt­in­um Labbit­úr. Auður hef­ur gefið út 15 skáld­sög­ur, smá­sög­ur og barna­bæk­ur. Hún hlaut Íslensku bók­mennta­verðlaun­in fyr­ir Fólkið í kjall­ar­an­um. Í þætt­in­um fer Auður yfir æsku sína og leiðina sem leiddi til far­sæls fer­ils sem rit­höf­und­ur. Eins og fram hef­ur komið er hún barna­barn Nó­b­el­skálds­ins Hall­dórs Lax­ness. 

Það var þó ekki afi henn­ar sem veitti henni mest­an inn­blást­ur held­ur kon­ur. Eins og til dæm­is móðir henn­ar, Sig­ríður Hall­dórs­dótt­ir blaðamaður, móður­syst­ir henn­ar Guðný Hall­dórs­dótt­ir kvik­mynda­gerðakona og rit­höf­und­ur­inn Isa­bel Allende. 

Halli spyr Auði hvort það sé ekki rétt munað hjá hon­um að hún hafi farið að heim­an korn­ung til að byrja með eldri manni. 

„Ég er búin að vera rosa­leg­ur vill­ing­ur al­veg frá því ég er svona 14-15 eða 15. Svo byrja ég alltaf að fara vest­ur til Flat­eyr­ar að vinna í fiski. Er rosa­lega mikið þar og fílaði mig þar,“ seg­ir Auður. Ári eft­ir að hún flyt­ur vest­ur fell­ur snjóflóðið á Flat­eyri en hún var ekki á svæðinu þegar það gerðist.

Hún upp­lifði sig sem land­lausa á þess­um tíma en fór aft­ur vest­ur aðeins tveim­ur vik­um eft­ir flóðið. Auður tal­ar um að harm­leik­ur eigi það til að draga fólk til sem er í rugl­inu með sjálft sig.

Fyr­ir vest­an kynnt­ist hún sín­um fyrsta eig­in­manni á balli sem var 20 árum eldri en hún og rosa­lega drykk­felld­ur. Meðvirkni sem Auður tal­ar mikið um í viðtal­inu spil­ar hér þátt en henn­ar löng­un henn­ar til að hjálpa var rík­ari en raun­veru­leg­ar und­ir­liggj­andi til­finn­ing­ar.

„Ég held ég hafi komið aft­ur því það var þægi­legra að vera þar held­ur en á ver­búðinni,“ seg­ir Auður og hlær.

Um rúmu ári síðar voru þau gift. Hún öðlaðist til­gang og hélt hún gæti hjálpað hon­um, leið eins og hann myndi deyja ef hún væri ekki með hon­um. Henni þótti raun­veru­lega mjög vænt um mann­inn en var ekk­ert skot­in í hon­um. Maður­inn lést úr heila­blóðfalli nokkr­um árum síðar eft­ir að þau skildu þegar hún var ólétt af syni sín­um.

Það var amma Auðar sem gaf henni sparkið sem hún þurfti til að koma ferl­in­um al­menni­lega á skrið.

„Gaf mér hundrað hundrað þúsund kall bara eins og mút­ur, bara lagði hann á borðið og sagði þú mátt eiga þetta ef þú ferð til út­landa og skil­ur við þenn­an fulla mann og klár­ar bók­ina þína,“ seg­ir Auður sem tal­ar um ömmu sína sem heit­ir einnig Auður sem al­gjör­an klett í sínu lífi og seg­ist hafa verið rosa­lega náin henni.

„Narra­tív­an er soldið bund­in við að tjá sann­leik­ann. Sann­leik­ur­inn er svo oft svo rosa­lega skáld­leg­ur. Það er svo rosa­lega oft að ger­ast 100 sinn­um fá­rán­leg­ir hlut­ir í líf­inu en í ein­hverri skáld­sögu og þú ert nú sjálf­ur bara gott dæmi um það. Þú get­ur ekki kokkað þetta upp, það myndi eng­inn trúa þessu fyrr en þetta hef­ur gerst,“ seg­ir Auður og hlær.

Hún seg­ist fylgja sann­leik­an­um í skrift­inni en eigi frem­ur til að fegra raun­veru­leik­ann en annað. Skrif­ar ekki til að ein­hver komi illa út held­ur þvert á móti að reyna sjá það sem er fal­legt í mann­eskj­un­um og reyna skilja þær, jafn­vel þó þær geri ein­hver breyska hluti.

„Enda hef­ur til­gang­ur­inn með skrif­un­um aldrei verið að það þurfi að segja eitt­hvað eða af­hjúpa. Það er meira svona ein­mitt að reyna heila og skilja. Það hef­ur oft heil­ing­ar­mátt fyr­ir aðra, um leið og þú ert búin að ljá hlut­un­um sam­hengi og or­sak­ir þá er þetta ekki jafn dra­stískt. Það verður allt skilj­an­legra,“ seg­ir hún.

Úr raun­sæi yfir í æv­in­týr­in?

Halli spyr hvort hún hafi ein­hvern tím­an skrifað svona æv­in­týra­sögu þar sem bæk­ur Auðar leyna oft á sér blæ af göldr­um eða yf­ir­nátt­úru­leg­um hlut­um. Hún seg­ist hafa skrifað á þann veg er hún var yngri en svo hafi fyrsta bók­in henn­ar endað í meiri raun­sæ­is­stíl þó úti­lok­ar hún ekki að skrifa meira slíkt efni í framtíðinni.

„Kannski áger­ist þörf­in fyr­ir það þegar maður þarf að vera svo mikið í blaðamennsk­unni,“ seg­ir Auður. 

Hægt er að hlusta á þátt­inn hér fyr­ir neðan:  

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda