„Ég þekki það að vera þekkt sem kona einhvers“

Eliza Reid segir mikilvægt að nýta óvæntu tækifærin í lífinu.
Eliza Reid segir mikilvægt að nýta óvæntu tækifærin í lífinu. mbl.is/Karítas

El­iza Reid fyrr­ver­andi for­setafrú fer hraust­lega út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann um þess­ar mund­ir því 27. mars lít­ur henn­ar fyrsta skáld­saga dags­ins ljós, glæpa­sag­an Diplómati deyr. Þótt hún
sé opin þá vildi hún ekki að fólk héldi að hún væri að skrifa um sjálfa sig þar sem aðal­per­són­an er sendi­herra­frú Kan­ada.

El­iza varð heims­fræg á einni nóttu þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son eig­inmaður henn­ar var kos­inn for­seti Íslands árið 2016.

Eft­ir að Guðni lét af embætti í sum­ar fluttu þau El­iza í hús í Garðabæn­um sem þau byggðu fyr­ir sig og börn­in fjög­ur. Við hitt­umst á heim­ili þeirra og hún býður upp á heima­bakaðar bolla­kök­ur úr döðlum og heil­hveiti og sitt­hverju fleira. Við erum þó ekki að hitt­ast til að ræða hús­muni, bakst­ur og upp­röðun á hús­gögn­um, held­ur glæpa­sög­una Diplómati deyr þar sem kanadísk sendi­herra­frú er í aðal­hlut­verki. Þegar hún er spurð út í bók­ina seg­ir hún að það sé erfitt að lýsa verk­inu því hún megi ekki segja frá plotti bók­ar­inn­ar. El­iza geyst­ist fram á rit­völl­inn þegar hún skrifaði bók­ina Sprakk­ar sem kom út 2021. Það kveikti í henni að skrifa meira þótt það hafi ekki legið í aug­um uppi að hún myndi skrifa glæpa­sögu.

Fyrrverandi forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid á góðri …
Fyrr­ver­andi for­seta­hjón­in Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid á góðri stund í kring­um síðustu ald­ar­mót. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mig langaði til að skrifa meira og prófa nýj­ar áskor­an­ir. Sprakk­ar er byggð á viðtöl­um við kon­ur og fjall­ar um jafn­rétt­is­bar­áttu á Íslandi. Það að skrifa skáld­sögu var allt annað mál því það var eitt­hvað sem ég hafði aldrei gert áður. Ég les mikið af glæpa­sög­um og langaði til að kanna hvort ég gæti það,“ seg­ir El­iza sem hófst strax handa eft­ir að Sprakk­ar kom út.

„Mér fannst ég þurfa að byrja strax því ann­ars myndi ég aldrei byrja. Við höf­um alltaf eitt­hvað annað að gera. Á þess­um tíma var ég kom­in í rútínu með að skrifa svo ég sló til,“ seg­ir hún.

En þá vandaðist málið. Þegar fólk skrif­ar fræðirit get­ur það gert grind, selt hand­ritið og skrifað svo bók­ina. Ferlið er ekki þannig þegar fólk skrif­ar skáld­sögu.

„Þá þarftu að skrifa alla bók­ina áður en þú get­ur selt hana. Öllum heim­in­um er sama hvort ég skrifa þessa bók eða ekki. Þegar þetta er svona þá þarf fólk að skrifa á hverj­um degi. Og ég hugsaði með mér: „Hvað ef ég skrifa heila bók og svo fæ ég kannski bara nei takk þegar hún er til­bú­in?“ Sem gæti al­veg gerst. En svo hugsaði ég með mér, ég veit 100% að það mun eng­inn gefa út bók­ina ef ég skrifa hana ekki. Þetta var það sem hélt mér við efnið,“ seg­ir El­iza sem býr yfir ríku­legu sjálfs­trausti sem er mik­il­vægt við bók­ar­skrif og reynd­ar kannski bara al­mennt í líf­inu. Einn dag­inn voru fyrstu drög klár og þá fór bolt­inn að rúlla. Hann rúllaði reynd­ar svo vel að hún er búin með 70% af næstu bók sem er fram­hald af Diplómati deyr.

„Ég er að vinna í því núna að klára bók núm­er tvö. Ég þarf að klára hana í sum­ar.“

Þessi mynd var tekin þegar Guðni Th. Jóhannesson og Eliza …
Þessi mynd var tek­in þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid, tóku á móti Mike Pence og Kar­en, eig­in­konu hans, í Höfða. Mynd­in var tek­in 2019. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Per­sónu­sköp­un skipt­ir máli í ritstörf­um. Ég er for­vit­in að vita hvort El­iza hafi verið að skoða fólk með stækk­un­ar­gleri síðan hún var lít­il stelpa.

„Mér finnst per­són­ur áhuga­verðar og ég hef alltaf lesið mikið. Það var aldrei draum­ur­inn minn að verða rit­höf­und­ur,“ seg­ir hún og bæt­ir við:

„Ég er mjög praktísk mann­eskja og fór að hugsa um þetta á praktísk­an hátt. Mig langaði að skrifa glæpa­sögu. Auðvitað þarf hún að ger­ast á Íslandi því ég þekki Ísland. En ég kem utan frá og fannst að aðal­per­són­an þyrfti að vera með svipaðan bak­grunn. Glöggt er gestsaugað. Þess vegna er aðal­per­són­an frá Kan­ada, kanadísk sendi­herra­frú. Ég hef síðustu ár upp­lifað diplómata­heim­inn með ýms­um hætti og finnst hann bæði áhuga­verður og mik­il­væg­ur og ég ber mikla virðingu fyr­ir hon­um. Kannski líka því þetta er heim­ur sem al­menn­ing­ur skil­ur ekki al­menni­lega. Sum­ir halda að þetta fólk drekki bara kampa­vín en þetta fólk ger­ir miklu meira,“ seg­ir El­iza sem valdi Vest­manna­eyj­ar sem sögu­stað því eyja býður upp á svo mikla drama­tík þegar all­ir á eyj­unni eru fast­ir á sama stað vegna óveðurs.“

Til að út­skýra bet­ur seg­ir El­iza að eng­inn karakt­er í bók­inni sé byggður á núlif­andi fólki sem hún þekk­ir.

„Ég myndi ekki vilja að fólk sem ég hef kynnst ný­lega upp­lifði að ég væri að skrifa um það,“ seg­ir hún.

Lífið Hjónin í Vestmannaeyjum árið 2019.
Lífið Hjón­in í Vest­manna­eyj­um árið 2019. Ljós­mynd/​Aðsend

El­iza seg­ir að hún hafi ekki viljað að aðal­per­sóna bók­ar­inn­ar væri lög­reglu­kona held­ur mann­eskja sem væri mann­leg eins og við öll erum með kost­um og göll­um.

Er sendi­herra­frú­in kanadíska eitt­hvað lík fyrr­ver­andi for­setafrú Íslands?

„Ég þekki það að vera þekkt sem kona ein­hvers. Mig langaði til að leika mér með það form. Þegar ég byrjaði að skrifa þá vildi ég ekki fest­ast í klisj­um eins og sendi­herra­frú­in væri miklu klár­ari en hún héldi eða að hún hefði ekki nægt sjálfs­traust. Ég vildi ekki að hún væri laumualkó­hólisti eða væri að berj­ast við þung­lyndi. Þess vegna þurfti ég að finna eitt­hvað annað sem sýndi henn­ar mann­legu hlið,“ seg­ir El­iza og vill alls ekki gefa upp hvað það er.

„Þegar ég var búin að skrifa fyrstu drög og umboðsmaður­inn minn var að lesa yfir þá sagði hún: „Þetta geng­ur allt upp og karakt­er­ar eru áhug­verðir nema Jane, sem er aðal­per­són­an. Hún er ekki mjög eft­ir­minni­leg.“

Þá fattaði ég að ég var í raun hrædd við að les­end­ur héldu að ég væri að skrifa um sjálfa mig,“ seg­ir El­iza og ját­ar að hafa þess vegna verið á brems­unni og hafi fundið fyr­ir ótta. El­iza þurfti því að sleppa tök­un­um og láta gossa.

„Ef hún er að glíma við þetta vanda­mál þá gæti fólk haldið að ég, El­iza, væri að glíma við þetta vanda­mál. En hún er ekki ég og ég var ekki að reyna það. Ég var stressuð að fólk myndi hugsa það. En svo sleppti ég tök­un­um og hugsaði með mér að les­and­inn mætti bara hugsa það sem hann vildi. Mér væri al­veg sama. Ég ætlaði bara að skrifa skemmti­lega og áhuga­verða bók og vera óhrædd,“ seg­ir hún og held­ur áfram:

„Maður­inn henn­ar, sendi­herr­ann, er ekki skemmti­leg­asti maður­inn í bók­inni og ég hugsaði með mér að fólk mætti alls ekki hugsa að hann væri eins og Guðni. Ég ræð ekki hvað aðrir hugsa. Maður þarf að losna við þessa trufl­un,“ seg­ir hún og hlær.

Eliza tók þátt í ráðstefnu um sjálfbærni og ferðamennsku í …
El­iza tók þátt í ráðstefnu um sjálf­bærni og ferðamennsku í Kir­kenes í Nor­egi síðastliðið haust. Ljós­mynd/​Aðsend

Þegar fólk hef­ur verið ábú­end­ur á Bessa­stöðum, er það þá ekki að passa að hleypa fólki ekki of ná­lægt sér? Get­ur ekki tekið tíma að kom­ast út úr því?

„Ég er mjög opin per­sóna, en ég hef ekki þörf fyr­ir að deila öllu úr mínu lífi. Ég er mjög meðvituð um það sem ég pósta á sam­fé­lags­miðlum. Ég virði líka skoðanir barn­anna minna og eig­in­manns. Það er eitt sem kom mér á óvart við það að skrifa skáld­sögu. Það er að ímynd­un­ar­aflið get­ur verið svo miklu meira prívat en maður átt­ar sig á. En maður ræður því ekki hvað öðrum finnst um mann,“ seg­ir hún.

Horf­ir þú ekki öðru­vísi á sam­fé­lagið eft­ir að hafa búið á Bessa­stöðum?

„Að vera í þessu hlut­verki, að vera maki þjóðhöfðingja í átta ár, gerði það að verk­um að ég varð já­kvæðari mann­eskja. Ég fékk ein­stakt tæki­færi til að kynn­ast fólki um land allt og út um all­an heim. Við get­um verið svo nei­kvæð og það er skilj­an­legt. Heim­ur­inn stend­ur frammi fyr­ir mörg­um áskor­un­um sem þarf að taka al­var­lega. En, þegar ég fór á Hvammstanga og hitti konu frá Banda­ríkj­un­um sem er búin að stofna brúðuleik­hús í 600 manna sam­fé­lagi eða hitti kór­stjór­ann á Ísaf­irði sem er að gera góða hluti þá er auðvelt að hríf­ast með. Að fá tæki­færi til að hitta allt þetta fólk veitti svo mik­inn inn­blást­ur. Ég er bara svo þakk­lát fyr­ir að hafa fengið þetta tæki­færi.“

Eliza ásamt Sophie Grégoire Trudeau á Reykjavík Global Forum.
El­iza ásamt Sophie Gré­goire Trudeau á Reykja­vík Global For­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig hef­ur lífið verið eft­ir að þið fluttuð frá Bessa­stöðum?

„Ég þarf ekki að mála mig eins oft,“ seg­ir hún og hlær.

Var ekki mikið álag að þurfa alltaf að vera glans­andi fín?

„Sko, mér fannst það ekki sér­lega erfitt. Mér fannst það yf­ir­leitt bara gam­an. Ég var í þeirri stöðu að ég gat valið hvað ég gerði og hvað mig langaði að gera. Ég var ekki skuld­bund­in til að gera neitt, en fannst þetta mik­ill heiður og gam­an að geta haft já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið.“

Við töl­um um sjálfs­traust og El­iza seg­ir að það hafi hjálpað henni þegar hún var for­setafrú.

„Ég er með ákveðið sjálfs­traust og líður vel í sjálfri mér. Það hjálp­ar ör­ugg­lega mjög mikið. Þetta er svona eins og með bók­ina mín. Ef fólki lík­ar hún ekki þá mun sól­in samt rísa næsta dag. Ég geri mitt besta og reyni að lifa líf­inu þannig. Ég reyni að breyta því sem ég get breytt en stýri því ekki sem ég get ekki stýrt.“

Eliza ásamt forsetafrú Keníu, Rachel Chebet Ruto, í New York.
El­iza ásamt for­setafrú Ken­íu, Rachel Chebet Ruto, í New York. Ljós­mynd/​Aðsend

Talandi um sjálfs­traust og það að nýta tæki­fær­in. El­iza hef­ur verið á far­alds­fæti eft­ir að þau fluttu af Bessa­stöðum þar sem hún hef­ur haldið er­indi um kvenna­bar­áttu og jafn­rétt­is­mál.

„Ég var búin að byggja upp sam­bönd og mér finnst nauðsyn­legt að nýta rödd­ina mína. Síðan við flutt­um af Bessa­stöðum hef ég farið til New York á ráðstefnu, til Dubai, Armen­íu og fleiri staða. Ég hef haldið fyr­ir­lestra um það hvernig hægt er að nýta óvænt tæki­færi í líf­inu. Sag­an mín, að sveita­stelpa frá Kan­ada endi á að gift­ast þjóðhöfðingja Íslands, er klikkuð saga.

Ég vildi gera eitt­hvað með þetta. Það er ekki til nein hand­bók fyr­ir maka þjóðhöfðingj­ans. Ég reyndi að nýta þetta eins mikið og ég gat og varpa ljósi á þau mál­efni sem mér finnst mik­il­væg.

Þá er ég að reyna að segja þessa sögu. Ég er ung mann­eskja, ég er ekki orðin fimm­tug. Ég er með góð er­lend sam­bönd og hef eign­ast marga vini,“ seg­ir El­iza sem er á leið til Þýska­lands að tala um jafn­rétt­is­mál. Í leiðinni ætl­ar hún að halda viðburði í sendi­ráðinu í Berlín ásamt for­setafrú Þýska­lands. Í apríl verður El­iza með rit­höf­unda­búðir hér­lend­is, Ice­land Writers Retreat, sem hún hef­ur staðið fyr­ir síðustu 11 ár.

„Mér finnst gam­an að ferðast, kynn­ast fólki og nýj­um upp­lif­un­um. Þegar ég fæ tæki­færi þá gríp ég það,“ seg­ir hún.

Eliza varð jákvæðari manneskja eftir að hafa verið í hlutverki …
El­iza varð já­kvæðari mann­eskja eft­ir að hafa verið í hlut­verki for­setafrú­ar­inn­ar. mbl.is/​Karítas
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda