Leynitrix Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur

Katla Margrét Þorgeirsdóttir.
Katla Margrét Þorgeirsdóttir. mbl.is/Úr einkasafni

Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir geislar af þokka. Þessa dagana er hún að leika í stykkinu Ótuktinni, sem er byggt á bók Önnu Pálínu Árnadóttur, og fjallar um baráttu hennar við krabbameinið. Verkið er einstakt og hrífandi, fullt af bjartsýni, von og trú, en um leið einlæg lýsing á glímunni við óboðinn gest sem setur lífið í uppnám. Ótuktin er sýnd í Iðnó og spilar Valgeir Skagfjörð undir. Katla Margrét segir að ódýrasta fegrunarmeðalið sé að sleppa víni og vera glaður.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi? „Ég fer reglulega í ræktina og fæ mér göngutúra um Laugardalinn.  

Er einhver matur sem þú borðar ekki eða fer illa í þig?„Ég er mjög kresin ámat, enda með exem og fljót að finna ef eitthvað er rangt. Allur brasaður matur fer illa í mig eins og rautt kjöt. Ég reyni að drekka mikið vatn og borða fjölbreyttan mat. Ég er samt algjör nammigrís.“ 

Ertu hætt að borða eitthvað sem þú borðaðir áður?„Ég er nánast hætt að borða kjöt. Einstaka sinnum fæ ég mér lamb og þá lítið af því. Ég hætti að drekka kaffi fyrir nokkrum árum og sakna þess ekkert. Grænt te er í uppáhaldi.“ 

Hvað gerir þú til að líta betur út?„Ég hreyfi mig og passa upp á svefninn. Ég er með viðkvæma húð og exemið bankar oft upp á. Ef ég slaka vel á og hef vatnsbrúsann við höndina þá er ég betri. Ég nota líka snyrtivörur frá Signature of Nature en þær eru mildar og umhverfisvænar.“ 

Hvert er ódýrasta fegrunarráðið?„Sleppa víni og vera glaður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda