Gangbrautartískusýning: Gammur fór út á götu

Glæsileg sumartíska.
Glæsileg sumartíska. Árni Sæberg

Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir að láta veðrið ekki stoppa sig og það má með sanni segja að sú staðhæfing hafi átt vel við á laugardagskvöldinu síðastliðna þegar hressilega kaldur vindstrekkingur sem blés um hornið við Klapparstíg og Hverfisgötu kom ekki í veg fyrir að þar færi fram gangbrautartískusýning. Fyrirsæturnar sem spígsporuðu um malbikið sýndu þar vor- og sumarlínu Gamms, nýrrar íslenskrar hönnunar og framleiðslu á kvenfatnaði. Gunnhildur Stefánsdóttir eigandi Gamms segir að borgarumhverfið og þar með gatnakerfið hafi áhrif á hönnun hennar. Hún opnaði verslun í húsnæði Barber Theater á vindasama horninu við Hverfisgötu 37 í febrúar og viðtökur hafa verið afar góðar. Götupartíið fór vel fram eins og myndirnar sýna.

Rauði liturinn er áberandi hjá Gammi.
Rauði liturinn er áberandi hjá Gammi. Árni Sæberg
Fyrirsæturnar létu veðrið ekki stoppa sig.
Fyrirsæturnar létu veðrið ekki stoppa sig. Árni Sæberg
Sláin býður upp á marga möguleika.
Sláin býður upp á marga möguleika. Árni Sæberg
Tískusýningin fór fram úti á götu og kom vel út.
Tískusýningin fór fram úti á götu og kom vel út. Árni Sæberg
Sportleg sumarföt.
Sportleg sumarföt. Árni Sæberg
Ferskjulitaður kjóll er sumarlegur.
Ferskjulitaður kjóll er sumarlegur. Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda