Átakinu, 10 árum yngri á 10 vikum, lauk formlega í síðustu viku. Á morgun fara stelpurnar í baðfatamyndatöku sem birtar verða á næstu dögum. Með myndunum verður hægt að sýna hversu góðum árangri þær hafa náð á þessum 10 vikum.
Allar hafa þær fengið mikið út úr átakinu. Sumar hafa rýrnað töluvert á meðan aðrar hafa náð betri námsárangri, hætt að taka lyf eða hætt að reykja.
Það er þó eitt sem þær hafa allar upplifað og það er aukin orka og meiri vellíðan.
Áður en þær fara í baðfatamyndatökuna ætla þær að koma við í versluninni Selenu og velja sér baðföt því gömlu baðfötin eru orðin of stór.
Fylgist með á næstu dögum og í næstu viku stefnum við að því að tilkynna hver sigrar.