Helga María Jónsdóttir er verðlaunaprjónakona

Helga María Jónsdóttir með verðlaunapeysuna.
Helga María Jónsdóttir með verðlaunapeysuna.

Helga María Jónsdóttir átti mikilli velgengni að fagna í prjónakeppni Vikunnar, sem haldin var í annað sinn á dögunum, því hún hafnaði bæði í fyrsta og þriðja sæti. Í öðru sæti var Oddný Björg Jónsdóttir, en þær Helga María eru þó ekki systur.

„Í fyrra var þemað húfur og treflar en í ár er viðfangsefnið peysur. Eins og sjá má á myndunum er greinilega vinsælt að prjóna á börnin en allar tillögurnar sem við fengum sendar, sem voru yfir tuttugu talsins, voru peysur fyrir minnstu aldurshópana,“ segir Elín Arnar ritstjóri Vikunnar sem sat í dómnefnd ásamt Gunnari Hilmarssyni og Þórunni Högna stílista. 

„Við val á vinningshönnuninni höfðum við að leiðarljósi að flíkin væri vel unnin, falleg, með sniðugar útfærslur og eitthvað sem við myndum vera stolt af að klæða börnin okkar í í dag. Uppskriftirnar að þessum fallegu peysum er að finna í nýjasta tölublaði Vikunnar.“

Sigurvegari keppninnar er Helga María Jónsdóttir og var mat dómnefndar að peysan hennar væri klassísk, falleg og með frumlegum og skemmtilegum útfærslum á kraga og stroffi.

Helga María fékk þriggja rétta máltíð fyrir tvo og gistingu á Hótel Hraunsnefi í Borgarfirði og ársbirgðir af garni frá A4 auk ársáskriftar að tímariti að eigin vali frá Birtíngi. Oddný Björg Jónsdóttir fékk hálfsársbirgðir af garni frá A4 og ársáskrift að tímariti frá Birtíngi.

Þessi peysa varð í þriðja sæti og er eftir Helgu …
Þessi peysa varð í þriðja sæti og er eftir Helgu Maríu Jónsdóttur.
Vinningspeysan eftir Helgu Maríu Jónsdóttur.
Vinningspeysan eftir Helgu Maríu Jónsdóttur.
Oddný Björg Jónsdóttir lenti í öðru sæti með þessa fallegu …
Oddný Björg Jónsdóttir lenti í öðru sæti með þessa fallegu peysu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda