Hollywood hrífst af gripum Steinunnar Camillu

Steinunn Camilla með eyrnalokk úr línunni Liberty.
Steinunn Camilla með eyrnalokk úr línunni Liberty. Ljósmynd/CarmaCamilla

„Eyrnalokkarnir eru gerðir úr göddum og eru vinsælasta línan hjá mér, dans- og tónlistarsenan hérna í Los Angeles er virkilega hrifin af þessu. Síðan hef ég fengið athygli frá tískuhúsum og verið boðið að selja skartgripina í búðum hérna í LA,“ segir Steinunn Camilla, söngkona í The Charlies. Skartgripir sem eru alfarið hennar hönnun og smíði hafa slegið í gegn ytra þar sem hún býr og starfar ásamt hljómsveit sinni. Eyrnalokkalínan umrædda kallast Liberty en sjálf hefur söngkonan notað þá þegar hún kemur fram. Hver og einn lokkur ber nafn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Netverslun með skartgripum Steinunnar Camilllu, alls fjórum línum, fer í loftið á miðvikudag og verður að finna á vefslóðinni carmacamilla.com. Þangað til er hægt að skoða facebooksíðu verslunarinnar. 

Á síðunni verður meðal annars hægt að skoða söguna og hugmyndafræðina á bak við hvern grip og gera sérpantanir. „Þetta er svona litla barnið mitt sem ég hef gert til hliðar við tónlistina þar sem þetta varpar ljósi á áhugamál mín og persónulegar skoðanir,“ segir tónlistarkonan en foreldrar hennar eiga verslunina Gull og silfur á Laugavegi og sjálf er hún komin af þremur kynslóðum gullsmíðameistara.

Auk Liberty-eyrnalokkanna má nefna lokka sem bera nafn útdauðra fugla, en sú lína kallast Phoenix, og gripi sem bera nafn frægra fornleifafræðinga sem hafa sérhæft sig í sögu Egyptalands til forna en sú lína kallast Isis. Fjórða línan kallast Spikeful en skartgripafyrirtækið sjálft kallast CarmaCamilla.

HÉR má skoða skartgripi Steinunnar Camillu.

Eyrnalokkalínan Phoenix.
Eyrnalokkalínan Phoenix.
Úr Isis-línunni.
Úr Isis-línunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda