Kínversk ofurfyrirsæta andlit Shiseido

Sui He er nýtt andlit Shiseido.
Sui He er nýtt andlit Shiseido.

Kínverska fyrirsætan Sui He er nýtt andlit Shiseido Makeup-förðunarlínunnar um heim allan og andlit húðvöru- og sólarvarnalínu Shiseido í Asíu. Hin 22 ára gamla He er rísandi stjarna í tískuheiminum og var handvalin af Dick Page, listrænum stjórnanda Shiseido, í samvinnu við framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Sui He er fædd í Wnzhou í Kína og var fyrsta asíska fyrirsætan til að opna haustsýningu Ralph Lauren árið 2011. Síðan þá hefur hún gengið tískusýningapallana fyrir hönnuði eins og Chanel, Tom Ford, Oscar de la Renta, Alexander McQueen og Christian Dior. Hún hefur einnig unnið með mörgum af fremstu ljósmyndurum heims og setið fyrir á forsíðu Vogue í Kína, Vogue Nippon og Pop svo nokkur séu nefnd. Hún er einnig fyrsta asíska fyrirsætan í langan tíma til að birtast á forsíðu tímaritsins W and V.

„Sui He er falleg kona en jafnframt er hún fáguð, greind og með ákaflega ljúft skopskyn,“ segir Page sem uppgötvaði Sui He baksviðs á tískuvikunni 2012.

„Hún endurspeglar hið heildræna fegurðarskyn Shiseido,“ segir Hiroshi Maruyama, aðalframkvæmdastjóri alþjóðamarkaðsdeildar Shiseido. „Það geislar af henni ljómi sem virðist koma innan frá.“

Shiseido var stofnað árið 1872 og var upphaflega apótek. Síðar þróaðist fyrirtækið yfir í að verða snyrtivörufyrirtæki. Nú er það þekkt um allan heim sem eitt fremsta snyrtivörufyrirtækið með rætur í Japan og nafnið Shiseido hefur náð að verða í hugum fólks ímynd hæstu gæðastaðla. Eftir 140 ára starfsemi er Shiseido nú fáanlegt í 89 löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál