Snyrtivöruúrvalið sem við konur höfum úr að velja hefur sjaldan eða aldrei verið fjölbreyttara en einmitt í dag. Hvort það sé hins vegar endilega betra fyrir okkur en áður liggur hins vegar ekki alveg eins ljóst fyrir.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem svitalyktarframleiðandinn Bionsen lét gera berskjaldar hin almenna vestræna kona að meðaltali líkama sinn fyrir um 515 óæskilegum tilbúnum efnum í hinum ýmsu snyrtivörum dag hvern. Skipti þar engu hvort um ræðir hársprey, ilmvötn, sjampó, svitalyktareyða eða annað. Rétt eins og með matvæli, viljum við margar hverjar reyna að neyta sem hreinastrar vöru og hægt er og hví ætti hið sama ekki að gilda um snyrtivörurnar sem við notum.
Hér fyrir neðan má sjá hversu mörg* og hvaða efni reyndust oftar en ekki í hverri tegund. Verður ekki annað sagt en að maður gefi lífrænum, umhverfisvænum snyrtivörumerkjum í auknum mæli gaum búandi yfir þessari vitneskju:
Sjampó
Meðalfjöldi aukaefna: 15
Vafasöm: Lárýlsúlfat, tetrasódíum og própýlenglýkól.
Mögulegar aukaverkanir: Kláði, óþægindi og mögulegar augnskemmdir
Augnskuggar
Meðalfjöldi aukaefna: 26
Vafasöm: Pólýetýlentereþalat
Mögulegar aukaverkanir: Truflun á hormónastarfsemi, ófrjósemi, krabbameinsvaldandi
Varalitir
Meðalfjöldi aukaefna: 33
Vafasöm:Pólýmentýlmetakrýlat
Mögulegar aukaverkanir: Ofnæmi, krabbameinsvaldandi
Naglalökk
Meðalfjöldi aukaefna: 31
Vafasöm:Phthalates
Mögulegar aukaverkanir: Frjósemisvandamál
Ilmvötn
Meðalfjöldi aukaefna: 250
Vafasöm: Benzaldehýð
Mögulegar aukaverkanir: Kláði og óþægindi í munni, hálsi og augum, ógleði, nýrnabilun
Brúnkukrem
Meðalfjöldi aukaefna: 22
Vafasöm: Paraben-efni ýmiskonar
Mögulegar aukaverkanir: Útbrot, kláði og óþægindi, truflun á hormónastarfsemi
Hársprey
Meðalfjöldi aukaefna: 11
Vafasöm: Octinoxate, Isophthalates
Mögulegar aukaverkanir: Ofnæmi, kláði og óþægindi í augum, nösum og hálsi, truflun á hormónastarfsemi, frumubreytingar
Kinnalitur
Meðalfjöldi aukaefna: 16
Vafasöm:Paraben-efni ýmiskonar
Mögulegar aukaverkanir: Útbrot, kláði og óþægindi, trufun á hormónastarfsemi
Farði
Meðalfjöldi aukaefna: 24
Vafasöm: Pólýmentílmetakrýlat
Mögulegar aukaverkanir: Ofnæmi, röskun á ónæmiskerfi, krabbameinsvaldandi
Svitalyktareyðir
Meðalfjöldi aukaefna: 15
Vafasöm: Ísóprópýl, Myristate, lyktarefni ýmiskonar
Mögulegar aukaverkanir: Útbrot og óþægindi í augum, á húð og í lungum, höfuðverkir, doði og erfiðleikar við öndun
Body Lotion (húðkrem)
Meðalfjöldi aukaefna: 32
Vafasöm: Parabenefni ýmiskonar, pólýetýlenglýkól (líkt og fyrirfinnst í sumum ofna-hreinsum)
Mögulegar aukaverkanir: Útbrot, kláði og óþægindi, truflun á hormónastarfsemi
Einnig skal bent á handhæga samantekt yfir tilbúin efni í snyrtivörum á vefsíðunni heilsa.is
* 40 aukaefni vantar hér svo að samtalan sé 515. Er tæpt hér á þessum helstu snyrtivöruflokkum sem konur flestar nota.