„Minna viðhald að vera með skegg“

Óttar Proppé.
Óttar Proppé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óttar Proppé mætti í gulum rúllukragabol við jakka á Alþingi í gær þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Hann segist vera að vinna dálítið með þessa litapallettu þessa dagana en játar að hann hafi gaman að því að skipta reglulega um stíl. „Aðalreglan hér á Alþingi er að menn þurfa að ganga í jökkum. Það ætti því ekki að vera vandamálið fyrir mig því það hef ég gert frá 12 eða 13 ára aldri,“ segir Óttar Proppé þingmaður Bjartrar framtíðar.

Óttar er með aflitað hár og hafði hann íhugað lengi að láta vaða þegar hárgreiðslumaður hans, Jón Atli, dreymdi hann. Í draumnum hittust Jón Atli og Óttar í New York borg og þar var sá síðarnefndi með aflitað hár. „Í framhaldinu ákvað ég að slá til og þegar maður er einu sinni byrjaður getur maður ekki hætt,“ segir hann.

Aðspurður að því hvort hann láti alltaf lita á sér rótina á mánaðarfresti segir hann svo ekki vera. „Stundum missi ég þetta frá mér. Ég var til dæmis tvisvar búinn að panta mér aflitunartíma í kosningabaráttunni en komst ekki. Það er alltaf ákveðinn austurevrópskur stíll að láta sjást í rót,“ segir hann.

Um þessar mundir er Óttar með myndarlegt skegg. Það er ólitað og náttúrulegt. Hann segir að það felist ákveðinn tímasparnaður í því að vera með skegg. „Það er minna viðhald að vera með skegg því ég þarf að raka mig talsvert sjaldnar.“

Finnur þú fyrir aukinni kvenhylli eftir að þú aflitaðir á þér hárið? „Góð spurning. Ég finn að ég er velkomnari í ljóskuhópa og það er ný tilfinning fyrir mig. En hvort það flokkast undir kvenhylli, eins og menn skilja það almennt, þá get ég ekki sagt að ég upplifi það þannig.“

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? „Ekki svona beint. Ég hef gaman að tísku og þá sérstaklega hjá þeim sem brjóta reglur. Ég er hrifinn af árinu 1972 og myndi helst vilja lifa það ár aftur. Þá varð breyting á menningunni og tískunni. Ég er hrifinn af diskó og glamrokki og finnst gaman að vera í skemmtilegum fötum.“

Ertu búinn að kaupa þér ný föt eftir að þú komst á þing?

„Ekki ennþá, en það gæti komið að því. Það er ekkert ólíklegt að maður þurfi að bæta á sig einhverjum jakkafötum. Ég er alltaf að uppgötva nýja liti og nú er ég alltaf að skoða gula litrófið og að fara meira út í græna og brúna jarðliti. Þetta verður ágætis afsökun fyrir því að taka aðeins til í skápnum.“

Þingmennirnir Óttar Proppé og Jón Þór Ólafsson á Alþingi.
Þingmennirnir Óttar Proppé og Jón Þór Ólafsson á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda