Ljósmyndir af ofurfyrirsætunni Kate Moss munu fara á uppboð í haust í London.
Á uppboðinu verða ótal ljósmyndir af Moss en einnig listaverk sem tengjast fyrirsætunni. Gylltur skúlptúr sem Moss klæddist fyrir listamanninn Allen Jones verður til dæmis á uppboðinu en listaverkið er talið seljast á um 4-6 milljónir íslenskra króna.
Flestar ljósmyndirnar sem verða á uppboðinu eru stórar og veglegar og aðeins til í takmörkuðu upplagi. Myndir eftir listamenn á borð við Annie Liebovitz, Mary McCartney, Mario Sorrenti, Sam Taylor-Wood, Mario Testino og Ellen von Unwerth verða til sölu og fara eflaust á sæmilega upphæð.
Á seinasta ári seldi fyrirsætan ljósmynd af sér á uppboði og gaf ágóðann til góðgerðarmála.