Ásdís Rán skoðaði Gotta

Hrefna Sif og Ásdís Rán Gunnarsdætur.
Hrefna Sif og Ásdís Rán Gunnarsdætur. mbl.is/Golli

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er stödd á landinu og lét sig ekki vanta á opnun myndlistarsýningar Gotta Bernhöft myndlistarmanns og hönnuðar sem opnuð var í Gallerí Bakaríi á fimmtudaginn. 

Verkin á sýningunni eru unnin með fjölbreyttri tækni. Á sýningunni eru annarsvegar „portrett“ teikningar unnar með bleki og úðabrúsalakki og hinsvegar stórar myndir unnar með blýanti, bleki, úðabrúsalakki, tússi og olíulitum. 

Gotti hóf sinn listamannaferil sem „graffity“ listamaður, gjarnan á harðahlaupum undan löngum armi laganna, en líka sem myndasöguteiknari. Bakgrunnur Gotta endurspeglast í verkum hans en segja má að hvert verkanna á sýningunni segi litla sögu.

Gotti útskrifaðist með B.A. í „Visual Communication“ frá „The American College for the Applied Arts, Los Angeles“. Gotti hefur starfað sem grafískur hönnuður, við tölvugrafík, tölvugrafíkmyndagerð, hannað verslanir, veitingastaði, skó, auglýsingarvörur og gjafavörur. Sýningin stendur yfir til 11. nóvember.

Alda Sigurðardóttir og Ómar Kaldal.
Alda Sigurðardóttir og Ómar Kaldal. mbl.is/Golli
Daði Einars og Jói Ara.
Daði Einars og Jói Ara. mbl.is/Golli
Guðmundur Arnarsson og Gísli Jóhannsson.
Guðmundur Arnarsson og Gísli Jóhannsson. mbl.is/Golli
Helen Neely og Arndís Thorarensen.
Helen Neely og Arndís Thorarensen. mbl.is/Golli
Krisítin Bjarnadóttir og Kári Þór Guðjónsson.
Krisítin Bjarnadóttir og Kári Þór Guðjónsson. mbl.is/Golli
Guðbjörg Hlín og Þórunn Birna Guðmundsdætur.
Guðbjörg Hlín og Þórunn Birna Guðmundsdætur. mbl.is/Golli
Gotti og Hildur Petersen.
Gotti og Hildur Petersen. mbl.is/Golli
Birgitta Ásgrímsdóttir, Ingibjörg Reynisdóttir og Kristín Júlíusdóttir.
Birgitta Ásgrímsdóttir, Ingibjörg Reynisdóttir og Kristín Júlíusdóttir. mbl.is/Golli
Gotti með fjölskyldunni, foreldrunum Birgi og Sigríði og börnunum Lilju, …
Gotti með fjölskyldunni, foreldrunum Birgi og Sigríði og börnunum Lilju, Mosa og Júlíu Helgu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda