„Ég er varalitafíkill“

Eygló Ólöf Birgisdóttir gæti ekki lifað af án mineralized púðursins.
Eygló Ólöf Birgisdóttir gæti ekki lifað af án mineralized púðursins. mbl.is/Árni Sæberg

Eygló Ólöf Birgisdóttir er ein af glæsilegustu konum Íslands enda var hún kosin ungfrú Reykjavík árið 1990. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá en í dag er hún skólastýra Mood Make Up School auk þess sem hún er ein af förðunarfræðingum RÚV. Hún segist forðast það að borða saltan mat því þá verði hún í laginu eins og útblásinn hvalur. 

Hvað gerir þú til að halda þér í formi? Ég reyni að hreyfa mig að minnsta kosti 3 til 5 sinnum í viku, fer í ræktina, hjóla, hleyp eða fer í langa göngutúra með kærastanum.

Er einhver matur sem þú borðar ekki eða fer illa í þig? Ég borða yfirleitt allan mat, en ég reyni að borða ekki mikið brauð og saltan mat því þá verð ég eins og útblásinn hvalur. 

Ertu hætt að borða eitthvað sem þú borðaðir áður? Ég er búin að minnka sykurátið mikið undanfarna mánuði og finn þvílíkan mun, en ég gæti aldrei algerlega hætt í sykrinum. En er ekki allt gott í hófi?

Hvað gerir þú til að líta betur út? Mér finnst konur sem bera höfuðið hátt og eru þær sjálfar líta best út. Það reyni ég að temja mér ásamt því að brosa og vera jákvæð þá líður mér best og þá lít ég klárlega betur út.

Hvert er ódýrasta fegrunarráðið? Ódýrasta fegrunarráðið sem ég get gefið konum er að þrífa húðina kvölds og morgna, drekka mikið vatn, brosa og vera jákvæðar. Smávaralitur og kinnalitur geta líka gert kraftaverk fyrir allar konur og fyrir alla muni munið að þvo af ykkur maskarann áður en þið farið að sofa. Það eru ótrúlega margar konur sem hafa viðurkennt að nenna því ekki.

Hvað er að finna í snyrtibuddunni þinni? Í snyrtibuddunni minni er meðal annars að finna CC krem, mineralized púður frá MAC, sólarpúður, augnblýant, augnhárabrettara, maskara, kinnalit, óteljandi gloss og varaliti. Ég er varalitafíkill.

Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki lifað án? Ég gæti ekki lifað án mineralized púðursins og maskarans, það er andlitið mitt.

Skólastýra Mood Make Up School, Eygló Ólöf Birgisdóttir.
Skólastýra Mood Make Up School, Eygló Ólöf Birgisdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda