Á dögunum sáust karlmenn ganga á tískupöllum í Lundúnum klæddir í rúllukragaboli, ermalausar skyrtur, með handtöskur og í hælaskóm.
Samkvæmt heimildum Daily Mail sýndi fatahönnuðurinn J.W. Anderson nýjustu herralínu sína á dögunum og það má með sanni segja að herralínan hafi verið með kvenlegu sniði.
Karlfyrirsæturnar gengu um á skóm með þykkum hælum og fatnaðurinn var einnig frekar kvenlegur.
„Við erum að sjá munstur og hælaskó fyrir karlmenn,“ sagði Giorgina Waltier hjá GQ-tímaritinu um tískusýninguna.
Einnig sagði Nick Carvell hjá GQ: „Hælarnir gætu verið fyrir einhverja karlmenn.“