Margir halda að eina ráðið til þess að fá hvítari tennur sé með því að fara í tannhvíttun en það er ekki svo. Allir vilja vera með hvítar og heilbrigðar tennur og hér eru nokkur ráð sem hægt er að nýja sér af vefsíðunni Mind Body Green til að fá hvítari tennur á ódýran og góðan hátt.
Matarsódi. Með því að bæta matarsóda við þína almennu tannhreinsun munt þú sjá mun á einni viku. Matarsódi hreinsar bletti á tönnunum og er einnig góður til að ná blettum úr fötum.
Í eina viku skalt þú setja þitt venjulega tannkrem á tannburstann og dýfa svo tannburstanum í matarsóda. Byrjaðu á því að bursta framtennurnar til þess að þær tennur sem eru mest áberandi fái sem mest af matarsódanum. Gefðu tönnunum frí eftir eina viku frá því að nota matarsódann á hverjum degi.
Olíu meðferð. Olíur eru góðar fyrir góminn og muninn en einnig til þess að hvítta tennurnar. Auk þess eru olíur góðar til þess að hreinsa líkamann. Fáðu þér eina teskeið af kókosolíu á dag og veltu olíunni á tönnunum í 15 mínútur. Eftir að þú spýtir olíunni út um munninn (þú átt ekki að kyngja henni) hreinsaðu þá munninn og burstaðu á þér tennurnar. Ólíkt matarsótanum er hægt að baða tennurnar upp úr olíu á hverjum degi og á vefsíðunni er raunar mælt með því.
Jarðarber. Þrátt fyrir að þau séu rauð á litinn geta þau haft áhrif á lit tannanna. Náttúrulega sýran sem er í jarðarberjum getur hjálpað til að fjarlægja bletti á tönnunum náttúrulega og auðveldlega.
Skolaðu munninn eftir að þú borðar. Þetta er gott ráð fyrir þá sem drekka dökka drykki eða borða mjög litríkan mat. Bláberjasafar eða hristingar búnir til úr bláberjum geta haft jafn slæm áhrif á lit tannanna og kaffi eða rauðvín. Ef þú getur er gott að skola munninn upp úr vatni til að losna við bletti á tönnunum.
Rafmagnstannbursti. Eitt af því sem mælt er með á vefsíðunni er að nota rafmagnstannbursta af því að þeir bursta tennurnar betur en venjulegir tannburstar.