Silki gerir húðina svo fallega

Nú innihalda allar vörur Sensai Koisimaru silki sem er dýrasta …
Nú innihalda allar vörur Sensai Koisimaru silki sem er dýrasta silki í heiminum. Ljósmynd/Sensai

Jap­anska snyrti­vörumerkið sem ís­lensk­ar kon­ur elska hef­ur breytt um nafn og heit­ir nú Sensai.

„Kane­bo vörumerkið er mjög stórt í Jap­an, þeir eru í raun að búa til nýtt vörumerki,  Sensai, sem á við um all­ar vör­ur sem inni­halda Kos­is­hamru silki sem er fín­asta silki sem til er í heim­in­um. Silki get­ur gefið allt að 7 sinn­um meiri raka en nokk­ur ann­ar raka­gjafi úr nátt­úr­unni,“ seg­ir Rann­veig Sig­fús­dótt­ir frá Sensai á Íslandi. 

All­ar vör­ur Sensai inni­halda Kois­himaru silki. Þó Kane­bo muni hverfa af öll­um umbúðum Sensai á þessu ári þá mun Kane­bo ennþá vera til í Jap­an enda er Kane­bo orðið yfir 100 ára. 

„Kane­bo var stofnað árið 1887, þá sem vefnaðar­vöru­fyr­ir­tæki sem fram­leiddi silki fyrri öll helstu tísku­hús heims. Það var svo eitt sinn að for­stjór­inn, Sanju Muto, vakti á því at­hygli að það starfs­fólk sem vann reglu­lega við fram­leiðsluna á silk­inu að það hefði óvenju mjúk­ar og fal­leg­ar hend­ur.  Það leiddi til þess að hann lét rann­saka áhrif silk­is­ins og það leiddi í ljós að það hefði ótrú­leg áhrif á húðina, og úr varð að þeir settu á markað sína fyrstu vöru með silki og það var silk­isápa. Þeir voru fyrsti í heim­in­um til að ná að leysa upp silki í vatni og nota það í snyrti­vör­ur. Nú inni­halda all­ar vör­ur Sensai Koisimaru silki sem er dýr­asta silki í heim­in­um,“ seg­ir hún og bæt­ir við: 

„Það á önn­ur hver kona á Íslandi Total Fin­ish púður­meik sem er púður og meik í einni órjúf­an­legri heild og settu þeir hjá Kane­bo það fyrst­ir á markað. Púðrið inni­held­ur silki og er því raka­gef­andi. Kane­bo hef­ur nú feng­ist á Íslandi í 20. ár og við kveðjum nafnið á þess­um tíma­punkti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda