Japanska snyrtivörumerkið sem íslenskar konur elska hefur breytt um nafn og heitir nú Sensai.
„Kanebo vörumerkið er mjög stórt í Japan, þeir eru í raun að búa til nýtt vörumerki, Sensai, sem á við um allar vörur sem innihalda Kosishamru silki sem er fínasta silki sem til er í heiminum. Silki getur gefið allt að 7 sinnum meiri raka en nokkur annar rakagjafi úr náttúrunni,“ segir Rannveig Sigfúsdóttir frá Sensai á Íslandi.
Allar vörur Sensai innihalda Koishimaru silki. Þó Kanebo muni hverfa af öllum umbúðum Sensai á þessu ári þá mun Kanebo ennþá vera til í Japan enda er Kanebo orðið yfir 100 ára.
„Kanebo var stofnað árið 1887, þá sem vefnaðarvörufyrirtæki sem framleiddi silki fyrri öll helstu tískuhús heims. Það var svo eitt sinn að forstjórinn, Sanju Muto, vakti á því athygli að það starfsfólk sem vann reglulega við framleiðsluna á silkinu að það hefði óvenju mjúkar og fallegar hendur. Það leiddi til þess að hann lét rannsaka áhrif silkisins og það leiddi í ljós að það hefði ótrúleg áhrif á húðina, og úr varð að þeir settu á markað sína fyrstu vöru með silki og það var silkisápa. Þeir voru fyrsti í heiminum til að ná að leysa upp silki í vatni og nota það í snyrtivörur. Nú innihalda allar vörur Sensai Koisimaru silki sem er dýrasta silki í heiminum,“ segir hún og bætir við:
„Það á önnur hver kona á Íslandi Total Finish púðurmeik sem er púður og meik í einni órjúfanlegri heild og settu þeir hjá Kanebo það fyrstir á markað. Púðrið inniheldur silki og er því rakagefandi. Kanebo hefur nú fengist á Íslandi í 20. ár og við kveðjum nafnið á þessum tímapunkti.“