Valentino stælir Björk

Svanakjóll Valentinos og svanakjóll Marjan Pejoski.
Svanakjóll Valentinos og svanakjóll Marjan Pejoski. mbl.is/AFP

Hver man ekki eftir svanakjólnum sem Björk Guðmundsdóttir klæddist á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2001. Kjóllinn umdeildi var hannaður af Marjan Pejoski og komst á lista yfir ljótustu kjólana sem sáust á verðlaunaafhendingum það árið.

Fatahönnuðurinn Valentino frumsýndi hins vegar sína útgáfu af svanakjólnum fræga á Haute Couture-tískusýningu. Kjóll Valentinos er gerður úr tjulli og handsaumuðum fjöðrum og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Samkvæmt heimildum Yahoo er óneitanlega einhver munur á kjól Pejoski sem Björk klæddist og þeim sem Valentino hannaði. Kjóllinn sem Björk klæddist þótti meira eins og grímubúningur þar sem að svanshaus hékk yfir öxl hennar og pilsið á kjólnum var eins og búkurinn á svani. Gagnrýnendur voru ekkert að spara stóru orðin á sínum tíma er þeir gagnrýndu kjólinn og einn sagði meðal annars: „Sorglegi parturinn við svanakjól Bjarkar var að svanurinn var enn á lífi á æfingunum.“ Björk svaraði þessum gagnrýnisröddum og sagði: „Þetta er bara kjóll.“

Á sínum tíma hafði Valentino þetta um kjólinn að segja: „Af hverju svanakjóll? Af hverju ekki? Ég þoli ekki takmarkanir,“ sagði Valentino í samtali við People og bætti við: „Björk er ekki að pæla í því hvað öðrum finnst. Ef hönnun mín heillar þig eða fær þig til þess að vilja æla, þá hef ég afrekað eitthvað.“

Svanakjóll Valentinos.
Svanakjóll Valentinos. mbl.is/AFP
Svanakjóll Valentinos.
Svanakjóll Valentinos. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál