Söngkonan kraftmikla, Hera Björk, er að flytja til Síle. Hún er búin að selja húsið í Hlaðbænum en nú vill hún losna við alla búslóðina.
„Jæja kæru fésbókarvinir:-) Við verðum með BÍLSKÚRSSÖLU vegna flutninganna til Chile núna um helgina & ætlum að selja hálfa búslóðina & heilan haug af nytsamlegu dóti:-) SEMSAGT, OPIÐ HÚS Í HLAÐBÆ 14 í ÁRBÆNUM & ALLT Á AÐ FARA:-) Opnum kl.13:00 og stefnum á að vera til kl.17:00 báða dagana,“ segir Hera Björk á Facebook-síðu sinni.
Í október sögðum við frá því hér á Smartlandi Mörtu Maríu að Hera Björk væri búin að setja hús sitt við Hlaðbæ 14 í Árbænum á sölu. Húsið seldist strax en Hera Björk ætlar bara að taka ferðatöskur með sér til Síle, engin húsgögn og ekkert óþarfa prjál.
Eins og sést á myndunum úr húsinu hennar Heru Bjarkar er það afar smekklega innréttað og því ætti fólk ekki að láta sig vanta í Árbæinn um helgina.