Málaðu þig sjálf fyrir árshátíðina

Ragga Ragnarsdóttir er tilbúin á árshátíð með
Ragga Ragnarsdóttir er tilbúin á árshátíð með "smokey" á augunum og dökkbleikan varalit.

Það vill engin vera eins og Öskubuska eða Litla-Ljót á árshátíðinni og því skiptir máli að kunna réttu trixin þegar kemur að förðun.

Anna Björk Árnadóttir farðaði Röggu Ragnarsdóttur sunddrottningu með New CID Cosmetics. Um er að ræða hina fullkomnu árshátíðarförðun og lagði hún áherslu á augun og setti „smokey“ á þau.

„Eftir að hafa grunnað andlitið á Röggu vel með primer, hyljara, meiki, kinnalit, highlighter og bronzer ætla ég að byrja á að gera augun,“ segir hún og mælir með því að setja smálit í augabrúnirnar til að byrja með.

„Í grunninn á augnlokin notaði ég ljósan, mattan augnskugga. Þetta gerði ég til þess að augnmálningin héldist betur á. Því næst tók ég i-gel, sem er eye-liner sem auðvelt er að breiða úr. Ég tók dökkgráa litinn fyrst og smurði honum vel á augnlokið sem næst augnhárum. Þetta þarf ekki að vera nein fullkomin lína þar sem að ég ætla að dreifa úr honum upp augnlokið.“

Hún blandaði litnum vel með blöndunarbursta og augnskugganum upp að glóbuslínunni. Hún segir að þetta taki enga stund og það sé best að gera þetta á meðan gel-eye-linerinn sé blautur.

Hér ræður maður ferðinni sjálfur og ef maður vill hafa augun mjög dökk er um að gera að endurtaka þetta með meiri lit. „Ég setti svo örlítið af gráa litnum undir neðri augnhárin og dreifði vel úr honum með blöndunarburstanum en fór ekki of langt frá augnhárum svo að við verðum ekki svartar undir augunum. Því næst tók ég kohl, svarta litinn úr eyeliner-tríóinu, og gerði fallega línu með honum næst augnhárunum.

Ég hélt áfram með svarta kohl-gel-eyelinerinn og setti hann í vatnslínuna, bæði uppi og niðri, en þar sem eyelinerinn er vatnsheldur helst hann mun betur á í vatnslínunni en venjulegur svartur blýantur. Seinasta skrefið var svo bara að maskara sig en ég setti tvær umferðir af maskara til þess að fá þetta dramatíska útlit.“

Þegar Anna Björk var búin að mála augun setti hún á Röggu dökkbleikan varalit sem fullkomnar árshátíðarútlitið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda