Safnar förðunarmyndböndum á Ísafirði

Elsa Kristinsdóttir.
Elsa Kristinsdóttir. Ljósmynd/Facebook

Elsa Kristinsdóttir setti vef í loftið í síðustu viku sem heitir How2look en á vefnum má finna samansafn af myndböndum um hvernig hægt sé að farða sig. Á vefnum má finna kennslumyndbönd yfir til dæmis kvöldförðun, búningaförðun, dagsförðun og fleira. Vefurinn er allur á ensku og vill Elsa að hann verði alþjóðlegur í framtíðinni. Sjálf hefur Elsa ekki útbúið þessi myndbönd heldur er vefurinn eins konar „fréttaveita“ fyrir nýjustu förðunarmyndböndin í heiminum.

Hvað fékk þig til að setja vefinn í loftið?  Áhuginn á síðu sem þessari kviknaði fyrir um þremur árum útfrá annarri hugmynd sem ég og vinkona mín vorum að spá í, ekkert varð úr henni og yfirfærði ég því mína hugmynd að þessari síðu. Sjálf eyddi ég oft heilu kvöldunum í að skoða allskonar förðunarmyndbönd t.d. ef ég var að taka að mér brúðarfarðanir og vantaði innblástur í eitthvað nýtt, en það er svo mikið af allskonar myndböndum sem eru ekki nothæf. Þar sem ég er lærður förðunarfræðingur með mikla reynslu á bakinu er auðveldara fyrir mig að sjá í fljótu bragði hvað er að virka og hvað ekki. Með því að setja vef sem þennan í loftið er ég að bæði að spara tíma og auðvelda konum leitina að réttu förðuninni, allt frá grunni upp í geggjaðar fantasíur. Svo finnst mér þetta líka bara svo gaman.“

Hvernig byrjaðir þú í förðunarbransanum? Ég útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001, en ég fór í förðunarskóla No Name um leið og ég varð 18 ára og hafði aldur til að fá inngöngu í skólann, síðan þá hef verið í hinum ýmsu verkefnum.“ 

Notarðu myndböndin sjálf? Já ég notast við myndböndin sjálf enda alveg ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með nýjum straumum til þess að ég staðni ekki. Yfirleitt nota ég myndböndin sem innblástur að einhverju nýju þó ég fari ekki 100% eftir þeim.“

Geturðu nefnt þrjú myndbönd sem eru eftirlætis myndböndin þín? „Uppáhalds myndböndin mín þessa dagana eru til dæmis hvernig eigi að mála sig með Bronze Smokey Eye Look, en þessi förðun er gerð með innblæstri frá Kim Kardashian, sem er alltaf óaðfinnanlega förðuð að mínu mati.  Einnig finnst mér Alexa Chung mála sig fallega en þetta er mjög náttúruleg förðun sem búið er að poppa upp með smá eyeliner, en það er mjög vinsælt þessa dagana. Sjálf hef ég verið að farða mig svona í langan tíma og fannst því gaman að rekast á þetta myndband.  Ferskjubleikir sumarlitir eru einnig frábærir og ég heillaðist strax að þessu myndbandi þar sem ég elska þenann lit í sumar.

Eru kennslumyndböndin erfið eða fyrir alla? Ég tel að myndböndin séu fyrir alla þó auðvitað geti farið mislangur tími í að gera sumar farðanir, en eins og ég segi við dóttur mína þá skapar æfingin meistarann. Allir ættu þó að geta fundið eitthvað við sitt hæfi inn á síðunni.“

Elsa segist hafa byrjað mjög ung að farða en fljótlega eftir fermingu sat hún heilu kvöldin fyrir framan spegil og málaði sig. Áhuginn var því mjög mikill og dreif hún sig í förðunarskólann um leið og hún varð 18 ára. Hún hefur unnið „freelance“ síðan hún útskrifaðist ásamt því að vera með vinkonurnar í eftirdragi sem spyrja hana um hitt og þetta varðandi förðun. Elsa stefnir á að klára viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst næsta vor en í hún býr í dag ásamt dóttur sinni og sambýlismanni á Ísafirði og eiga þau von á öðru barni í september.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda