Þó að sumarið sé á enda þýðir það ekki að það sé bannað að líta út eins og þú sért nýkomin af ströndinni.
Tjásaðir lokkar og áreynslulaust hár verður nefnilega áfram vinsælt í haust en því útliti er auðvelt að ná fram með salt-spreyi í hárið. Þá er óþarfi að eyða fúlgum fjár í slíkt sprey því það er auðvelt að útbúa heima.
Blaðamaður Elle deildi nýverið sniðugri uppskrift að góðu salt-spreyi í hárið sem kallar fram þetta sumarlega og flotta útlit.
Það sem þú þarft:
Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í flöskuna og hristu vel. Úðaðu þá blöndunni í rakt hárið og leyfðu því að þorna náttúrulega.
Gerist ekki einfaldara!