Dísa í World Class með eigin andlitslínu

Hafdís Jónsdóttir eigandi World Class.
Hafdís Jónsdóttir eigandi World Class. Ljósmynd/Nína Björk Gunnarsdóttir

„Mig er búið að langa til að koma með mína eigin Face, Body og Home línu í nokkur ár. Þar sem ég vildi hafa hana sem hreinasta en samt virka þá vildi ég vanda vel til verksins. Ég var svo heppin að fá til liðs við mig fyrirtækið Signature Spa sem hefur mikla reynslu í þróun og framleiðslu náttúrulega snyrtivara en jafnframt fékk ég að koma því fram sem mér finnst mikilvægt eins og áferð, virkni, ilmur og fleira,“ segir Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð. Á föstudaginn kemur húðlína hennar á markað.

„Laugar Spa línan er 100% náttúruleg og án allra kemískra efna. Línan hefur fullkomna áferð, er umhverfisvæn í framleiðslu og allar pakkningar eru endurunnar. Vörurnar eru notendavænar og henta öllum húðgerðum og aldri. Einn helsti kosturinn er mikið magn af náttúrulegu E-vítamíni.“

Dísa segir að línan sé ekki eingöngu hönnuð fyrir konur heldur bæði kynin. 

„Laugar Spa vörulínan er „unisex" bæði fyrir andlit og líkama sem býður upp á unaðslegt dekur fyrir líkama og sál með sérvöldum ilmum. Til þess að fullkomna Mind, Body & Soul áhrifin er einnig HOME lína sem eykur upplifunina bæði hér hjá okkur á Laugar Spa sem og heima,“ segir hún. 

Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, Brigitta Líf Björnsdóttir og Björn …
Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, Brigitta Líf Björnsdóttir og Björn Boði Björnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda