Klæddist stuttum blúndukjól daginn eftir brúðkaupið

Amal Alamuddin í glæsilegum kjól frá Giambattista Valli.
Amal Alamuddin í glæsilegum kjól frá Giambattista Valli. AFP

Amal Alamuddin, eiginkona George Clooney, leit vel út í gær, daginn eftir brúðkaupsdaginn sinn, en hún klæddist stuttum blúndukjól með blómum.

Kjólinn kemur úr smíði ítalska fatahönnuðarins Giambattista Valli. Kjóllinn er hvítur og skreyttur með appelsínugulum og fjólubláum blómum.

Alamuddin tók sig vel út í kjólnum sem er síðerma en með mjög stuttu pilsi þannig að leggirnir nutu sín vel. Alamuddin er sögð yfir sig hrifin af hönnun Valli en hún valdi kjólinn og lét breyta honum eftir sínu höfði.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Alamuddin klæðist hönnun Valli en örugglega ekki síðasta sinn,“ sagði talsmaður Valli.

Hönnun Giambattista Valli er vinsæl meðal Hollywood-stjarna en Penelope Cruz, Natalie Portman, Jessica Biel og Halle Berry hafa  klæðst kjólum frá honum.

Kjóllinn frá Giambattista Valli vakti athygli.
Kjóllinn frá Giambattista Valli vakti athygli. AFP
Kjóll Alamuddin er skreyttur með blómum.
Kjóll Alamuddin er skreyttur með blómum. AFP
Amal Alamuddin er með flotta leggi.
Amal Alamuddin er með flotta leggi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda