Fyrirsætan Chanel Iman hefur gengið tískupallinn fyrir tískuhús Bottega Veneta, Ralph Lauren og Diane Von Furstenberg svo eitthvað sé nefnt. Iman er eftirsótt fyrirsæta og hefur einnig birst í ótal tískutímaritum enda er hún afar glæsileg. Hún lumar á nokkrum fegrunarráðum sem hafa bjargað henni í gegnum tíðina og deildi þeim með lesendum TheZoeReport.
Hamingjusöm stelpa er falleg stelpa: „Mitt helsta fegrunarráð er að vera með útgeislandi og fallegt bros.“
Finndu þitt uppáhalds: „Alveg sama hvað ég prófa margar snyrtivörur fyrir augabrúnirnar þá kaupi ég alltaf Anastasia Brow Kit aftur. Ég hef líka undanfarið gert tilraunir með Bottom Lash-maskarann frá Clinique og litli burstinn gerir mér kleift að ná til allra minnstu augnháranna,“ útskýrði Iman sem notar einnig alltaf sama ilmvatnið, Coco Mademoiselle frá Chanel.
Haltu þig við það sem þú þekkir: „Frænka mín kenndi mér að setja tannkrem á bólurnar og það virkar! Þegar ég hef fengið bólur á tískuvikum þá hef ég skolað andlitið með ísköldu vatni og sett svo smátannkrem á bóluna.“
Þú verður að eiga lager: „Þú munt ávallt geta fundið Anastasia Brow Kit og Diorshow-maskarann í veskinu mínu. Ég er líka alltaf með farða frá Cinema Secret's við höndina, ég get ekki lifað án hans.“
Vertu ávallt viðbúin: „Ég tek alltaf lítið sléttujárn með mér vegna þess að hárið á mér á það til að krullast yfir daginn. Ég vil hafa hárið slétt og mjúkt.“