Klæddu gínuna úr og stálu upphlutnum

Um er að ræða upphlut sem á að svipa til …
Um er að ræða upphlut sem á að svipa til þeirra sem konur klæddust á árunum 1910 til 1920. Af Facebook-síðu Þjóðbúningastofu 7íhöggi ehf.

Upphlutur er í eigu Heimilisiðnaðarfélags Íslands sem var stolið af sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina, er kominn í leitirnar. Með góðri samvinnu lögreglu, Heimilisiðnaðarfélagsins og starfsfólks Ráðhússins tókst að hafa upp á þjófunum og finna þýfið, segir í frétt um málið á vef Reykjavíkurborgar.

Frétt mbl.is: Stal upphlut úr Ráðhúsinu

Sýningin Afrekskonur var opnuð síðastliðinn fimmtudag í tilefni af því að í ár eru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Tveir búningar voru til sýnis, þjóðbúningur og upphlutur, sem áttu að sýna klæðaburð kvenna á árunum 1910 -20.  Búningarnir voru báðir á gínum sem komið var fyrir uppi á flygli í Tjarnarsal Ráðhússins.

Þjófarnir tóku aðra gínuna niður af flyglinum, fóru afsíðis inn í geymslu, annar stóð vakt á meðan hinn klæddi gínuna úr upphlutnum. Því næst gengu þeir út með upphlutinn og skildu gínuna eftir í geymslunni. Verðmæti búningsins var um ein milljón króna.

Um leið og stuldurinn uppgötvaðist var strax haft samband við lögreglu og skoðaðar myndir úr öryggismyndavélum í Ráðhúsinu. Málið var kært til lögreglu sem kannaðist strax við hverjir væru þarna að verki og höfðu upp á þjófunum og þýfinu.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands fagnar því að búningurinn hafi skilað sér ásamt öllum fylgihlutum og Reykjavíkurborg fagnar því að málið hafi fengið farsælan endi.

Þjófnaður af þessu tagi hefur aldrei áður átt sér stað á sýningum í Ráðhúsinu og verður í kjölfarið farið ítarlega ofan í öryggismál í húsinu meðan á sýningum stendur til að koma í veg fyrir að svona lagað geti átt sér stað, samkvæmt frétt Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda