Keypti ekkert í 90 daga, þetta er það sem hún lærði

Það er öllum hollt að skoða neyslumynstrið sitt.
Það er öllum hollt að skoða neyslumynstrið sitt. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Gegndarlaus neysla og offramboð á allskyns óþarfa er lýsandi fyrir vestrænt samfélag. Á heimsvísu eru 80 billjón nýjar flíkur seldar á hverju ári, sem eru 400% aukning á tveimur áratugum. Stórfyrirtæki hafa auk þess jafnt og þétt lækkað kröfur, svo sem hvað varðar umhverfisvernd og aðstæður vinnuafls, til að mæta yfirgengilegri eftirspurn eftir ódýrum, eða nær einnota flíkum.

Abby Calhoun, stofnanda bloggsins A Conscious Consumer, blöskraði ástandið og ákvað að setja sjálfa sig í verslunarbann. Í þrjá mánuði keypti hún hvorki ný föt, skó, skart eða nokkuð annað í þeim dúr.

Þetta er það sem hún lærði:

Forðastu freistingarnar

Ég verslaði til þess að drepa tímann. Ef ég hafði ekkert að gera kíkti ég gjarnan í búðir. Þegar ég eyddi svona miklum tíma í verslunum freistaðist ég ansi oft til að kaupa einhvern óþarfa.

Eftir því sem ég minnkaði búðaráp, og hangs á vefsíðum sem selja fatnað, hugsaði ég minna um að það versla. Á endanum hvarflaði varla að mér að kíkja í búð.

Sérhvert tilefni kallar ekki á nýjan kjól

Áður en ég hóf verslunarstraffið átti ég það til að kaupa ný föt fyrir sérhvert tilefni. Fötin notaði ég svo aldrei aftur.

Hvort sem það var kvöldstund með vinum, matarboð eða helgarferð, fannst mér ég alltaf þurfa að fjárfesta í nýrri flík. Þegar ég vandi mig af þessum leiða ávana fór ég að nýta flíkurnar mínar mikið betur.

Ég komst að því enginn tók eftir því hvort klæðnaður minn var gamall eða nýr. Auk þess skemmti ég mér konunglega í notuðum fötum. Því eftir allt saman er það félagsskapurinn sem skiptir máli.

Verslunarferðir eru ekki góð nýting á frítíma

Þegar ég hætti að stunda búðarráp þurfti ég að finna mér eitthvað annað að gera. Ég las frábærar bækur, lærði að vefa og náði að einbeita mér betur að náminu.

Við það að kanna nýja hluti, auk þess að eyða meiri tíma í hluti sem mér finnast skemmtilegir, líkt og að lesa, breyttust viðhorf mín.

Ég mundi skyndilega að ég er skapandi og ég nýt þess að læra, en þessir hlutir eru mér miklu mikilvægari heldur en ný peysa.

Minna spreð = meiri peningur 

Áður en ég setti sjálfa mig í verslunarstraff gat ég réttlætt nánast hvaða kaup sem er. Það var ekki fyrr en ég fór að spara peninginn, sem ég hefði annars eytt í föt, að ég áttaði mig á því að það er miklu skemmtilegra að eyða í reynslu heldur en veraldlega hluti.

Fljótlega breyttist neyslumynstur mitt einnig á öðrum sviðum. Til að mynda hafði ég vanið mig á að kaupa bæði tilbúinn morgunmat og hádegisverð á hverjum degi, auk þess sem ég pantaði skyndibita nokkrum sinnum í viku.

Þegar ég áttaði mig á því hversu ánægjulegt það er að spara ákvað ég að taka mataræðið í gegn. Í dag versla ég frekar í matvöruverslunum, í stað þess að kaupa tilbúinn mat, auk þess sem ég tek oft með mér nesti að heiman.

Skyndikaup eru sjaldan góð

Þegar ég horfði til baka og skoðaði öll skyndikaupin mín átti ég í erfiðleikum með að finna flík sem var vel sniðin, fór mér vel og hafði lifað í skápnum mínum í meira en eina árstíð.

Þegar ég hafði ekki verslað mér ný föt í nokkurn tíma fór ég aftur að nota lykilflíkurnar í skápnum mínum, sem höfðu staðist tímans tönn.  

Nú þegar átakinu er lokið nýt ég þess enn að versla, en þegar kaupi mér eitthvað er það með ráðum gert. Ég kynni mér tískumerkin og bíð þar til ég finn flík sem ég er raunverulega ánægð með, í stað þess rífa upp veskið til þess að svala einhverri kaupfíkn.

Ég safna mér fyrir vönduðum hlutum sem ég veit að muni endast, og forðast tískubylgjur sem eru líklegar að líða undir lok á svipstundu.

Pistilinn í heild sinni má lesa á vef Mindbodygreen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál