Katie Lee í kjól frá Hildi Yeoman

Katie Lee í kjól frá Hildi Yeoman.
Katie Lee í kjól frá Hildi Yeoman.

Bandaríska matargyðjan, Katie Lee, hefur tvisar sést í kjólum úr línunni Flóra frá Hildi Yeoman. Þessi kjólalína sló algerlega í gegn þegar hún var frumsýnd og hefur straumurinn legið í Kiosk á Laugavegi þar sem Hildur Yeoman selur hönnun sína ásamt fleiri íslenskum hönnuðum. 

Þegar ég talaði við Hildi fyrr í dag sagði hún mér að stílisti Lee væri íslenskur. „Edda Guðmundsdóttir var á Íslandi um jólin og kíkti við í Kiosk og nældi í nokkra kjóla handa Lee,“ segir Hildur. Þess má geta að Edda stíliserar ekki bera Lee heldur hefur séð um stílilseringu á stjörnum á borð við Tylor Swift, Aliciu Keys, Barböru Stresant, Lady Gaga og Cindy Lauper svo einhver dæmi séu nefnd.

Hildur segir að það sé upplifun að sjá hönnun sína í þessu samhengi. 

„Það er gaman að sjá kjólana í þessu samhengi, þetta er glæsileg kona. En ég hef ekki persónulega séð þættina hennar. Hún er hins vegar „style icon“ í Bandaríkjunum, allavegana hjá ákveðnum hópi fólks. Þessar konur eru því sumar farnar að kíkja á Kiosk vefsíðuna og panta sér kjóla. Internetið er enn og aftur að eiga gott mót,“ segir hún. 

Kjólarnir sem Katie Lee hefur sést í eru eins og fyrr segir úr línu sem heitir Flóra. 

„Línan er inspiruð af blómaseiðum úr íslenskum jurtum. Seiðin búa yfir lækningarmætti en þau má einnig nota til að öðlast andlegan styrk eða til að tæla til sín hjarta. Það eru nokkur mismunandi prent, lovespell, powerspell. Hvíti kjóllinn sem  Katie klæðist heitir White witch,“ segir Hildur. 

Katie Lee í kjól frá Hildi Yeoman.
Katie Lee í kjól frá Hildi Yeoman.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál