EM búningurinn fær falleinkunn

Oliver Sigurjónsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Rakel Hönnudóttir í nýju búningunum.
Oliver Sigurjónsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Rakel Hönnudóttir í nýju búningunum. Ljósmynd/KSÍ

„Mér finnst hönnunin á búningunum í engu samhengi við þær hugmyndir sem að ráðandi eru í hönnun á fótboltabúningum á okkar tímum. Hugmyndin er algerlega metnaðarlaus og þetta er tilvitnun í pakkann með borðanum. Þess vegna minnir mig þetta frekar á umbúðahönnun. Við höfum öll séð konfektkassann með áprentuðum borða utanum og alls konar matvæli s.s. skinkubréf með svipaðri grafík. Þess vegna minnir mig þetta frekar á umbúðahönnun. Við höfum öll séð konfektkassann með áprentuðum borða utanum og alls konar matvæli s.s. skinkubréf með svipaðri grafík,“ segir Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður Scintilla og lektor við Listaháskóla Íslands þegar hún er spurð út í nýju búningana sem íslenska landsliðið mun skarta á EM í Frakklandi. Búningurinn er frá Errea og mun liðið spila í þessum búningi næstu fjögur árin. 

Linda Björg Árnadóttir.
Linda Björg Árnadóttir. mbl.is/Styrmir Kári

„Mér finnst þessir búningar hæfa betur sem starfsmannabúningar í kjötvinnslufyrirtæki. Grafík á íþróttabúningum í dag eru mikið að koma hugmyndum eins og snerpu, styrk og hraða í myndmál. Notuð er grafík sem að gefur hugmyndir um fyrrgreindar hugmyndir og miðar að því að ýkja styrk líkamans. Saga íþróttafatnaðar sýnir þróun hugmynda sem að eru í beinni samræðu við tækniþróun. Þessir búningar eru í engu samræmi við sögu fótboltafatnaðar og eru eiginlega óviðeigandi,“ Linda Björg jafnframt. 

Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður hannar undir merkinu Rey.
Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður hannar undir merkinu Rey.

Rebekka Jónsdóttir hönnuður Rey tekur undir með Lindu Björgu Árnadóttur. 

„Ég verð að gera athugasemd við sniðið á kventreyjunni. Hér hefur ekki verið gert ráð fyrir neinum kvenlegum línum. Vandræðalegt að hugsa ekki út i að treyjan fari vel. Grafíkin er einnig léleg, „fade out“, sem er rosalega viðvaningslegt. Þannig að allt í allt er ég frekar ósátt við nýju búningana. Leiðinlegt að Íslendingarnir verði illa til fara í Frakklandi í sumar því þetta á án efa eftir að seljast,“ segir Rebekka. 

Kristín Agnarsdóttir hönnunarstjóri R/GA í Lundúnum.
Kristín Agnarsdóttir hönnunarstjóri R/GA í Lundúnum.

Kristín Agnarsdóttir hönnunarstjóri R/GA í Lundúnum segir að það hefði mátt gera mun betur í hönnuninni og í hana vanti alla dýnamík.

„Þetta er svona hvorki né búningur. Ég er búin að horfa vel á hann og á erfitt með ákveða hvort hann sé leiðinlegur eða bara fínn. Bara fínn er svo sem ekki það besta sem maður getur sagt. Við getum og höfum gert betur á þessu sviði. Þessi off-center fána rönd er einhvern veginn bara hangandi þarna og gæti verið skemmtileg en það er engin dýnamík í henni lafandi þarna á öxlinni eins og strand-handklæði sem fylgdi gjaldeyriskaupum hjá Íslandsbanka,“ segir Kristín og bætir við: 

„Hvar og hvort það er rönd á búningnum mun líklega ekki vera það sem maður spáir í þegar það er flautað til leiks,“ segir hún.

EM búningurinn afhjúpaður

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er hinsvegar alsæll með búninginn og sagði að hönnunin á honum væri ansi hreint fín og þessi lína, sem Lindu Björgu finnst minna á umbúðir af skinkubréfum, væri vísun í íslenska fánann. Einnig kom fram að um stærsta búningasamning landsins væri að ræða. Errera greiðir KSÍ til dæmis ákveðna bónusa fyrir að leika í búningunum. Hversu há sú upphæð er hefur ekki verið gefin upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál