Óánægja yfir „nude“-línunni frá Louboutin

Svona lítur nýja línan frá Christian Louboutin út.
Svona lítur nýja línan frá Christian Louboutin út. Instagram @louboutinworld

Christian Louboutin sendi nýverið frá sér nýja skólínu í húðlitum. Línan inniheldur támjóa skó í sjö litatónum, allt frá fölum lit upp í dökkan. En aðdáendur Christian Louboutin eru margir hverjir óánægðir með þessa hönnun.

En hver er ástæðan? Hún mun vera támjóa hönnunin en slíkir skór þykja óþægilegir og eru sagðir fara illa með fótinn.

„Támjótt er óþægilegt og kremur tærnar. Ég þoli þessa skó ekki og myndi aldrei kaupa neitt í þessum dúr,“ skrifaði ein á Facebook-síðu Christian Louboutin. „Hræðilegir fyrir fótinn. Eftir nokkur ár munt þú fá fótavandamál,“ skrifaði önnur.

En á sama tíma eru margir ánægðir með línuna og segja góða tilbreytingu að sjá „nude“ liti í fjölbreyttum litatónum.

Margir eru óánægðir með þá staðreynd að skórnir eru támjóir.
Margir eru óánægðir með þá staðreynd að skórnir eru támjóir. Instagram @louboutinworld
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda