Skvísuleiðbeiningar fyrir EM

Eftir glæsilega frammistöðu íslensku strákanna gegn Portúgal er ekki ólíklegt að Íslendingar flykkist til Frakklands til að sjá hina leiki landsliðsins. Það er líklega engin hætta á því að fólki leiðist í Frakklandi en ef það er einhver með í för sem hefur minni áhuga á fótbolta en hinir þá er ýmislegt hægt að gera í borginni sér til dægrastyttingar. Á laugardaginn spilar Ísland á móti Ungverjalandi í Marseille, sem er hafnarborg í Suður-Frakklandi. Bjórþamb og boltagláp er eins og afplánun fyrir suma og því ekki úr vegi að njóta þess besta sem Marseille hefur upp á að bjóða.

1. Versla!

Það er mjög gott að versla í Frakklandi og í Marseille má finna fjölmargar verslunarmiðstöðvar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við höfnina í Marseille eru tvær stórar verslunarmiðstöðvar, Les Terrases du Port og Les Halles de la Major, þar sem allar helstu búðirnar eru. Svo má hafa það á bak við eyrað að það er hagstæðast, ef það er hægt að kalla merkjavöru hagstæða, að kaupa franska merkjavöru í Frakklandi. Þess má til gamans geta að Louis Vuitton, Dior og Chanel kemur allt frá Frakklandi. 

Les Beiges-ljómapúðrið frá Chanel.
Les Beiges-ljómapúðrið frá Chanel. mbl.is

2. Strendur

Þó Marseille sé ekki þekkt fyrir strendur má finna margar góðar í nágrenni borgarinnar. Rétt suður af borginni má finna fallegar stendur þar sem má eyða heilu dögunum. Það gæti líka verið æðislegt að draga kærastann með á ströndina eftir leik, sitja við Miðjarðarhafið og njóta sólsetursins með honum. Mundu bara að taka með þér sólarvörn svo húðin skemmist ekki á meðan á gleðinni stendur. 

3. Markaðir

Víða um borgina má finna götumarkaði og það gæti verið tilvalið að rölta um miðbæinn í sólinni og skoða hvað er í boði. Við höfnina má finna fiskmarkaði fyrir þá sem eru mikið fyrir slíkt, en í borginni má einnig finna matar- og handverksmarkaði. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en svo er líka voða þægilegt að rölta bara um markaðina og upplifa stemninguna. Fá sér almennilegt kaffi eða bara sódavatn. 

4. Miðbærinn

Í miðbæ Marseille má finna hina hefðbundnu áfangastaði túrista. Notre Dame de la Garde er falleg basilíka sem tilvalið er að taka „selfie“ við. Frá basilíkunni er stutt að ganga að gömlu höfninni í borginni, þar sem má finna fjölda veitingastaða og bara, þar sem gott getur verið að setjast niður og fá sér frískandi sumardrykk eða franskt vín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál