Bjútítips Rikku

Friðrika Geirsdóttir.
Friðrika Geirsdóttir. Ómar Óskarsson

Friðrika Hjördís Geirsdóttir eða Rikka eins og hún er kölluð hugsar ákaflega vel um sig. Ég spurði hana út í bjútítrix og snyrtivörur.  

„Ég þríf alltaf af mér farða á kvöldin, ef ég er með hann á annað borð. Ég er mikil útivistarmanneskja og gæti þess alltaf að verja húðina í andlitinu fyrir sólinni, hún verður leiðinlega þurr og ójöfn ef ég gleymi mér í sólinni.“

Hvað gerir þú til að líta betur út? „Jah, ég skammast mín nú fyrir hvað ég geri lítið til að bæta útlitið. Fyrir mér er góður svefn lífsnauðsynlegur sem og regluleg hreyfing. Ég veit að það hljómar klisjukennt en þannig er það nú bara. Ég er komin með þessar fínu broshrukkur í kringum augun og varirnar sem endurspegla allar þær góðu stundir sem ég hef átt til þessa.“

Hvernig hugsar þú um húðina? „Ég þríf alltaf af mér farða á kvöldin, ef ég er með hann á annað borð. Ég er mikil útivistarmanneskja og gæti þess alltaf að verja húðina í andlitinu fyrir sólinni, hún verður leiðinlega þurr og ójöfn ef ég gleymi mér í sólinni. Ég reyni að fikta sem minnst í andlitinu á mér og hef lítið verið hrifin af kornamöskum, núna er ég aftur á móti farin að nota heimatilbúin kornamaska reglulega en hann samanstendur af kókosolíu og matarsóda. Mér finnst líka voða gott að setja reglulega á mig rakamaska og á það til að sofna stundum með hann á andlitinu, svei mér þá ef ég er ekki frískari þá morgna. Eftirlætisrakamaskinn minn er frá Kanebo en svo finnast mér leirmaskarnir frá Bláa lóninu líka mjög góðir.“

Rikka notar m.a. húðvörur frá Taramar.
Rikka notar m.a. húðvörur frá Taramar.

Hvaða húðvörur notar þú?

„Ég er virkilega hrifin af hinum íslensku Taramar-vörum, þær eru einu vörurnar sem ég nota sem hafa einhverja virkni. Annars er ég hrifnust af því að nota góð rakakrem án allrar virkni og hef prófað ýmislegt í gegnum tíðina en það sem stendur upp úr eru Kanebo-andlitslínan með rakaandlitsvatninu, Estée Lauder-kremin og svo Amore Pacific-kremin en þeim kynntist ég í Suður-Kóreu en mér sýndist síðast þegar ég athugaði að þau fáist í Sephora.“

Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„Frekar seint. Ég man eftir því að hafa byrjað að nota maskara á síðasta árinu í grunnskóla. Ég er úr sveit þannig að við vorum kannski ekkert mikið að pæla í þessu stelpurnar. Þetta breyttist þó þegar ég fór í menntaskóla.“

Gerðir þú einhver mistök á því sviði sem þú vilt deila með lesendum?

„Já, örugglega alveg fullt enda það svosem eðlilegt þegar maður er að æfa sig. Flest mín mistök liggja í ásetningu brúnkukrema. Ég hef oft verið óttalegur klaufi og óviljandi endað eins og ég þjáist af Vitiligo-sjúkdómnum. Ég man líka eftir tímabilinu áður en sólarpúður kom til sögunnar, þá gat maður litið út fyrir að vera óttalega veiklulegur. Einu sinni lét ég líka plokka á mér augabrúnirnar og endaði á því að ganga um götur bæjarins óskaplega hissa á svip, eins og ég væri að sjá heiminn i fyrsta skipti. Síðan þá hefur enginn fengið að koma nálægt augabrúnunum mínum með plokkara.“

Ég veit að þú ert meistari í að farða þig og kannt öll heimsins trix. Getur þú sagt frá leyndarmálunum á þessu sviði?

„Ég hef óskaplega gaman af förðun og snyrtivörum yfir höfuð en það er svo áhugavert hvað maður í rauninni er ragur við að breyta til þegar maður hefur fundið það „look“ sem manni finnst henta. Annars held ég að leyndardómurinn felist í þokkalega góðri húðumhirðu og góðum burstum eða svömpum, ég er til að mynda mjög hrifin af Beauty-blendernum og nota hann til þess að setja á mig farða. Svo finnst mér ég alltaf verða voða fín þegar ég er nýkomin úr augnhárum frá henni Jónu á Snyrtistofunni í Garðabæ.“

Rikka er hrifin af beautyblendernum.
Rikka er hrifin af beautyblendernum.

Hvert er besta bjútítrix allra tíma að þínu mati?

„Það að hafa húmor fyrir sjálfum sér og útgeislun, það er sama hversu flott þú ert máluð eða uppstríluð ef að gleði, hlýja og almenn gamansemi fylgja ekki þá fölnar farðinn fljótt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda