„Hvað er þessi feita fyrirsæta að gera hérna?“

Samkvæmt skilgreiningum í tískuiðnaðinum telst Lawrence vera í yfirstærð.
Samkvæmt skilgreiningum í tískuiðnaðinum telst Lawrence vera í yfirstærð. Ljósmynd/Instagram @iamiskra

Það er ekki hægt að segja annað en að ofurfyrirsætan Iskra Lawrence sér ánægð með líkama sinn. Hún hefur bannað ljósmyndurum að lagfæra myndir af sér og rætt opinberlega um það hvernig það sé að vera fyrirsæta í „yfirstærð.“

Lawrence, sem hóf störf sem fyrirsæta aðeins þrettán ára gömul, hefur þó ekki alltaf verið svo ánægð með líkama sinn. Í viðtali við Women‘s Health segir Lawrence frá því hvernig hún hafi reynt að breyta líkama sínum þegar hún hóf störf sem fyrirsæta til þess að þóknast tískuiðnaðinum.

„Áður en ég sætti mig við líkamann minn þegar ég var átján ára gömul eyddi ég fjórum erfiðum árum í að reyna að gera hann að því sem ég taldi fullkomið. Ég hóf störf sem fyrirsæta þrettán ára gömul og fór fljótlega að fá kvenlegar línur. Ég byrjaði á því að borða aðeins 800 kaloríur á dag og var í ræktinni þangað til ég gat ekki meira,“ sagði Lawrence.

Fram kemur á vef Cosmopolitan að í viðtalinu segi Lawrence tískuiðnaðinn afar harðan heim og hún minnist þess til að mynda að hafa heyrt út undan sér á setti: „Hvað er þessi feita fyrirsæta að gera hérna?“ „Þrátt fyrir að vera 1,75 metrar að hæð í stærð 10 um mitti og 15 um rass er ég fyrirsæta í yfirstærð. Ég tel að hugtakið í yfirstærð sé afar gamaldags, það hefur neikvæða þýðingu en á við um 60% kvenna í heiminum.“

Lawrence er sannkölluð bomba.
Lawrence er sannkölluð bomba. Ljósmynd/Instagram @iamiskra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál