Á vef Fast Company Design er vakin athygli á því að húðlitur Donalds Trump er svo sannarlega óvenjulegur, um einhvern appelsínubrúnan er að ræða. En nákvæmlega hvaða litur er þetta?
Blaðamaður Fast Company Design tók að sér það rannsóknarverkefni að finna út hvaða Pantone-litur þetta gæti verið og niðurstaðan er sú að húð Trump er í Pantone-litnum 16-1449, sá kallast Gold Flame.
Það var Laurie Pressman, varaformaður Pantone, sem aðstoðaði við leitina að litnum. Litirnir Burnt Orange, Desert Sun og Autumn Blaze komu einnig til greina.