Sirkusdrottningin, danskennarinn og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack mætti í svarthvítum röndóttum kjól í jólaboð. Amma hennar lá ekki á skoðunum sínum varðandi kjólavalið.
„Föðuramma mín ákvað að taka jólin á nýtt level þegar hún sagði mér að konur í yfirþyngd ættu nú ekki að vera í röndóttu. Þetta fannst mér ójólalegt og hef því sett nýja reglu: Að konum í yfirleiðindastuðli ætti ekki að bjóða í frekari boð. Helvítis leiðindi samt, mér finnst ég eins og lakkrísmoli úr Tívolí í þessum kjól,“ segir Margrét Erla.