JÖR gjaldþrota

Guðmundur Jörundsson fatahönnuður.
Guðmundur Jörundsson fatahönnuður. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska tískumerkið JÖR var tekið til gjaldþrotaskipta 11. janúar samkvæmt upplýsingum úr Lögbirtingablaðinu. Félagið hélt utan um hönnun á fatalínum JÖR og sá um að reka verslun við Laugaveg 89. JÖR var í eigu Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar og Gunnars Arnar Petersen. 

Í samtali við mbl.is. 24. nóvember síðastliðinn sagði Guðmundur Jörundsson að verslunin væri að flytja og allt væri í blóma. 

„Það er búin að fara mik­il vinna í það verk­efni en mikl­ar fram­kvæmd­ir liggja fyr­ir á rým­inu, und­an­farn­ir mánuðir hafa því farið í að meta og hanna hús­næðið sem og gerð allra teikn­inga og upp­lýs­inga sem bygg­ing­ar­full­trúi krefst,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is.

„Við verðum að miðla þessu áfram

Starf­semi JÖR á Geirs­göt­unni verður á tveim­ur hæðum, á neðri hæðinni verður versl­un en stúd­íó á efri hæðinni en sú aðstaða hef­ur hingað til verið í kjall­ar­an­um á Lauga­veg­in­um. Þá verður jafn­framt boðið upp á aðstöðu fyr­ir hönnuði sem eru að byrja að feta sig áfram í brans­an­um. Þeir hönnuðir sem fá að koma fá aðstöðuna sér að kostnaðarlausu og að selja vör­ur sín­ar í versl­un­inni í átta vik­ur. 

„Þegar við byrjuðum var litla þekk­ingu að sækja til iðnaðar­ins og þá sér­stak­lega verk­smiðju­fram­leiðslu. Maður þurfti bara að keyra á hlut­ina og reka sig á þá eða ekki,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að á ár­un­um frá stofn­un JÖR hafi hann safnað að sér mik­illi þekk­ingu, tengiliðum og reynslu. „Við verðum að miðla þessu áfram til annarra hönnuða. Það hef­ur lengi vantað vett­vang­inn fyr­ir fólk til þess að koma og fá aðstoð til að sækja upp­lýs­ing­ar.“

Frétt af mbl.is: JÖR fer í draumahúsnæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda