Stjörnurnar vestanhafs leggja svo sannarlega línurnar á hinum ýmsu sviðum en meðal þess sem hefur verið áberandi hjá þeim eru einstaklega vel hirtar og fallegar augabrúnir. Útlit þetta fæst ekki eingöngu með góðri litun og plokkun heldur hefur færst í aukana að varanlegt tattoo sé sett í brúnirnar en þó með náttúrulegu útliti. Aðferðin kallast microblading tattoo og er nýjasta tæknin í varanlegri förðun á augabrúnir og felst í því að gera örfínar hárlínur á milli ekta háranna í augabrúnum til að móta og gera augabrúnirnar þykkari eða í stað hára sem ekki eru til staðar.
Þessi aðferð kallast „japanese medhod“ og er átt við það að ekki er notast við rafmagnstæki eins og alltaf er gert þegar tattoo er framkvæmt heldur er notað litið handstykki sem sett er í nál með örfínum nálaroddum sem dýft er í litinn og síðan gerðar fínlegar strokur sem festast í húðinni og líta út eins og hár. Hægt er að velja um marga liti og mismunandi lag á brúnum.
Hægt er að komast í meðferðina á fjölda snyrtistofa hér á landi. Hér má sjá aðferðina: