Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto lét ekki lítið fyrir sér fara á LAX-flugvellinum í Los Angeles nú í vikunni. Leto var klæddur bomber-jakka úr sumarlínu Gucci.
Jakkinn vakti mikla eftirtekt enda skreyttur myndum af Andrési Önd. Jakkinn er fáanlegur í búðum fyrir 2.550 dollara eða um 280.000 íslenskra króna.
Leikarinn var á leið til Mílanó til að vera viðstaddur tískusýningu ítalska merkisins fyrir veturinn 2017. Það verður spennandi að sjá hvort að Leto falli fyrir einhverju á tískupöllunum í þetta skiptið.