Þarf ekki að koma fram á bikiní

Muna Juma fær að klæðast Norður-afrískum klæðnaði í stað sundfata.
Muna Juma fær að klæðast Norður-afrískum klæðnaði í stað sundfata. skjáskot/The Telegraph

Það tíðkast í fegurðarsamkeppnum að koma fram á sundfatnaði. Hin 27 ára Muna Juma gat hinsvegar ekki hugsað sér slíkt þar sem hún er múslimi.

Samkvæmt The Telegraph mun hin 27 ára Juma koma fram í Miss Universe undankeppninni í Bretlandi í hálfgerðum kjól í stað bikinís. Juma sótti upprunalega um að taka þátt fyrir um tveim árum en hætti við vegna þess að hún átti að koma fram á sundfatnaði sem gekk þvert gegn trúarlegum skoðunum hennar. 

Hún ákvað hinsvegar að sækja um aftur og fékk það í gegn að fá að koma fram í Norður-afrískum klæðnaði. „Ég myndi ekki klæðast bikiní á ströndinni þannig ég er ekki að fara klæðast einu slíku í keppni til þess að vinna mér inn stig,“ sagði Juma. 

Muna Juma tekur þátt í undankeppni Miss Universe í Bretlandi.
Muna Juma tekur þátt í undankeppni Miss Universe í Bretlandi. skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda