Settleg í Alexander McQueen

Katrín var settleg í Alexander McQueen í brúðkaupi systur sinnar.
Katrín var settleg í Alexander McQueen í brúðkaupi systur sinnar. mbl.is/AFP

Fyrir sex árum komst afturendi Pippu Middleton í heimspressuna þegar hún var brúðarmær hjá Katrínu hertogaynju og Vilhjálmi Bretaprins. Sumir vildu meina að hún hafi stolið senunni af Katrínu en þegar Pippa sjálf gifti sig um síðustu helgi valdi Katrín klassískan klæðnað. 

Sarah Burton, listrænn stjórnandi Alexander McQueen, hannaði brúðkaupskjól Katrínar fyrir sex árum og fékk Katrín hana aftur til að hanna fyrir sig kjólinn sem hún klæddist í brúðkaupi Pippu og James. 

Katrín ásamt börnum sínum Georg og Karlottu.
Katrín ásamt börnum sínum Georg og Karlottu. mbl.is/AFP

Kjóllinn er ljósbleikur og settlegur og ljóst að Katrín hefur ekki viljað stela athyglinni á stóra degi litlu systur sinnar. 

Samkvæmt Vogue ber kjóllinn ýmis einkennismerki Katrínar þar á meðal framstykki kjólsins. Kjóllinn er sérstaklega vel sniðinn og sýnir kvenlegar línur Katrínar án þess að vera of þröngur. Við kjólinn var hún í bleikum skóm og með bleikan hatt sem kórónaði útlitið. 

Kjóllinn fór Katrínu afskaplega vel.
Kjóllinn fór Katrínu afskaplega vel. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda