„Krakkar kölluðu mig belju og bauluðu“

Winnie Harlow.
Winnie Harlow. mbl.is/AFP

Winnie Harlow hefur verið á hraðri uppleið í fyrirsætubransanum enda ákaflega flott stúlka. Harlow sker sig úr fjöldanum þar sem hún er með skjallblettsjúkdóm (e. vitiligo). Hún er hætt að hlusta á skoðanir annarra en henni var strítt sem krakki. 

Winnie Harlow er sama um skoðanir annarra.
Winnie Harlow er sama um skoðanir annarra. skjáskot/Instagram

Við nýlega mynd sem fyrirsætan birti á Instagram hvetur hún annað fólk til þess að fagna þeirri einstöku fegurð sem einkennir það. „Raunverulegi munurinn er ekki húðin mín. Það er staðreyndin að ég met ekki fegurðina eftir skoðunum annarra. Ég er falleg af því ég veit það," skrifar hún einnig. 

Samkvæmt Daily Mail greindi Harlow eitt sinn frá því í viðtali að krakkar höfðu kallað hana belju og baulað á hana þegar hún var yngri. Hún man eftir því að hafa setið við glugga og óskað sér að hún væri ekki með þennan húðsjúkdóm. 

Stríðnin hélt áfram á unglingsárum og var henni ekki bara strítt með ljótum orðum heldur lenti hún til dæmis í slag við hóp af stúlkum. Hún byrjaði að skrópa í skólann og var fyrir vikið rekinn tímabundið úr skóla. 17 ára ákvað hún síðan að hætta í skólanum. Hún hefur ekki séð eftir því enda er nú nóg að gera hjá henni. 

Leo Season 🦁👑 // @renellaice

A post shared by ♔Winnie Harlow♔ (@winnieharlow) on Jul 28, 2017 at 8:33am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda