Leið til að líta 80% betur út

Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro segir að brúnkuvörur séu ekki bara fyrir konur heldur séu karlar oft og tíðum aðeins ragari við að prófa.

Hægt er að fara ýmsar leiðir við að nota brúnkuspreyið frá Marc Inbane. Hægt er að úða því beint á húðina og dreifa með hanskanum, úða beint í hanskann og bera það á sig eða nota bursta, en það er fyrir þá nákvæmustu. Burstarnir eru notaðir til að dreifa vel úr svo það komi ekki skil á húðina. 

Í þessu myndskeiði sýnir Baldur réttu trixin og hversu einfalt þetta er. Hann notar brúnkuspreyið mikið sjálfur og segir að það sé bæði einfalt í notkun og svo gefi það náttúrulegan tón. 

„Það verður enginn app­el­sínu­gul­ur af því að nota brúnkukremið frá Marc In­bane og það koma engin skil eða flekkir hvort þegar það er borið á eða þegar það fer af húðinni,“ segir Baldur. 

Bald­ur bar það framan í sig en sömu tækni má nota við að bera það á allan líkamann.

„Ég er reyndar ekki með neina háskólagráðu í þessu,“ segir hann og hlær og segir að það skipti máli að hver og einn æfi sig og finni sinn takt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda