Hönnuðurinn Karl Lagerfeld sem hannar fyrir Chanel tók bleika litinn alla leið í haute coutue sýningu fyrirtækisins í París í gær. Línan er að sjálfsögðu í anda Coco Chanel, stofnanda tískuhússins, en á sama tíma mjög stelpuleg.
Frú Chanel kom konum úr korsilettum fyrir mörgum áratugum og lét þær klæðast buxum og dró þær þannig til nútímans.
Lagerfeld, sem er orðinn 84 ára, hefur ennþá næmt auga fyrir tísku og gætti þess vel að hið klassíska Chanel útlit, sem er svo eftirsóknarvert, fengi að njóta sín.