Hvítur er litur brúðarinnar og á hátískusýningum í París í vikunni mátti sjá hvert glæsidressið á fætur öðru í hvítum lit. Sum fötin voru sérstaklega hönnuð fyrir stóra daginn en önnur mætti alveg eins nýta í kirkjunni.
Það er ekki fyrir alla að gifta sig í amerískum rjómatertukjól eins og Ralph & Russo sýndi og er hægt að velja klassískari og einfaldari kjóla. Það sem kannski stendur upp úr eru hvítar buxnadragtir.
Á tískuvikunni í París mátti sjá mikið af hvítum buxnadrögtum enda fátt meira viðeigandi fyrir nútímakonuna en að gifta sig í buxnadragt hvort sem buxurnar eru síðbuxur eða hnébuxur.