Tískan kemur og fer og ef við ætlum að halda í allar þær bylgjur sem koma yfir okkur á hverju ári gætum við orðið eins og gangandi jólatré um mitt sumar. Við höldum áfram að spyrja „af hverju?“ þegar kemur að tísku og hönnun.
Catherine Deneuve er ein þeirra kvenna sem hefur haldið í stílinn sinn í gegnum árin og sama hvað er að gerast í tískunni, þá er hún eins. Í raun má segja að hún hafi haft meiri áhrif á tískuna en tískan á hana, þar sem mörg af frægustu tískuhúsum heims hafa haft leikkonuna sem fyrirmynd í sínum línum.
Við höldum áfram að fóta okkur í frumskógi tískunnar og spyrjum af hverju þú mótir ekki þinn eiginn stíl líkt og Catherine Deneuve gerði.
https://www.mbl.is/smartland/tiska/2018/01/28/af_hverju_klaedir_thu_thig_ekki_eins_og/
Reglur Catherine Deneuve þegar kemur að tísku:
Catherine Deneuve hefur í gegnum tíðina alltaf verið með einstaklega glæsilegt hár og sama í hvaða mynd hún leikur í þá er það alltaf fallega blásið, með góðum lyftingi frá rót. Hún virðist leggja mikið upp úr því að vera alltaf með hárið eins, enda er það hennar einkennismerki.
Catherine Deneuve hefur í gegnum tíðina klæðst fatnaði sem er einfaldur og klæðilegur. Hún er mikið fyrir snið sem einkenna 7. áratug síðustu aldar (60´s). Stuttir kjólar og húðlitaðar sokkabuxur eru hennar einkenni. Fallega flatbotna skór setja svo punktinn yfir i-ið.
Catherine Deneuve klæðist höttum reglulega. Hún hefur betra lag á því en margir aðrir. Hún passar upp á að sýna ennið, og ýtir höttunum aftarlega á höfuðið.
Catherine Deneuve hefur í gegnum tíðina rokkað upp stílinn sinn sem er skemmtilegt að sjá, en af því hún er með þennan sterka klassíska stíl og stóra hárið fer hún aldrei langt frá sinni ímynd, jafnvel þótt hún klæðist leðurjakka í staðinn fyrir ullarkápu.