Af hverju breytirðu ekki fegurðarstaðlinum?

Sophia Loren brosir fallega.
Sophia Loren brosir fallega. mbl.is/Pinterest

Leik­kon­an Sophia Lor­en er fyr­ir­mynd annarra kvenna. En það hef­ur svo sann­ar­lega ekki verið alltaf þannig. Við höld­um áfram að spyrja af hverju? Þegar kem­ur að tísku og hönn­un.

htt­ps://​www.mbl.is/​smart­land/​tiska/​2018/​01/​28/​af_hverj­u_faer­d­u_ekki_­fot_l­anud_hja_kaer­ast­an­um/

Finndu þenn­an eina rétta sem hef­ur trú á þér

Það skipt­ir miklu máli í líf­inu að eiga maka sem sér alla þína hæfi­leika. Sophia Lor­en gat valið úr öll­um mönn­um í heim­in­um og valdi Ponti. Þau okk­ar sem þekkja sög­una, erum ekki hissa á þessu vali.

Ponti hitti Sophia Lor­en og trúði á hana í jafn­miklu mæli og hún gerði sjálf. Minn­is­stætt er þegar hann benti henni á að fara í mynda­töku til vin­ar síns, sem síðar hringdi í Ponti og sagði: „Ponti, hvað ertu bú­inn að senda til min? Þessi kona er svo öðru­vísi en það sem þykir fal­legt í dag, hún er með rosa­lega stór­an rass og enn þá stærri brjóst og svo þegar hún bros­ir er ég hrædd­ur um að hún gleypi mig!“

Ponti vissi bet­ur. Hann vissi að þessi kona yrði það sem heim­in­um þætti fal­legt. Heim­ur­inn þyrfti bara að sjá hana, eins og hann sá hana.

Lauren og Ponti dansa saman.
Lauren og Ponti dansa sam­an. mbl.is/​Pin­t­erest

Brostu

Það er fátt fal­legra en frjáls mann­eskja sem finn­ur það fyndna við hlut­ina í líf­inu. Við vit­um öll að lífið er ein stór áskor­un. Sophia Lor­en jafn­vel bet­ur en marg­ir aðrir. En hún sá það fyndna í líf­inu. Hún sá það sem var skemmti­legt og öðru­vísi og leyfði sér að vera reið en líka glöð. Það er mik­il­vægt að leyfa sér að vera glaður yfir dag­inn. Að brosa og njóta.

Góður húmor fæst ekki keyptur og er meiri klassi en …
Góður húm­or fæst ekki keypt­ur og er meiri klassi en flest af því sem er hægt að kaupa í búðum. mbl.is/​Pin­terst


Eigðu þinn eig­in stól

Eitt af því sem Sophia Lor­en ákvað ung að aldri var að verða eitt­hvað áhuga­vert í líf­inu. Þess­ir draum­ar henn­ar voru jafn­lang­sótt­ir og okk­ar eig­in þrá til að verða eitt­hvað. Ef hún gat það þá get­um við það. Hún upp­lifði höfn­un ung að aldri, og var lengi vel að kljást við það. En hún gerði það frammi fyr­ir öll­um og það skipt­ir máli. 

Þótt þú eig­ir þinn eig­in stól í líf­inu, þýðir það ekki að þú sért full­kom­in, held­ur að þú sért þú og þú eig­ir skilið sæti eða stað sem er merkt­ur bara þér. Hvort held­ur sem þetta er draum­ur um vinnu eða stöðu. Farðu eft­ir þínum eig­in draum­um. Það mun hafa áhrif á hvernig þú lít­ur út, hvernig þér líður og í versta falli get­ur þú sagt: Ég reyndi. Í anda Sophia Lor­en.

Þarft þú ekki að eiga þinn eigin stól? Það gæti …
Þarft þú ekki að eiga þinn eig­in stól? Það gæti verið góð byrj­un í líf­inu. mbl.is/​Pin­t­erest

Dansaðu eins og eng­inn sé að horfa

Eitt af því sem Lauren ger­ir bet­ur en flest­ir er að stíga inn í það hlut­verk að vera hún hverju sinni. Af hverju próf­arðu ekki það sama, með því til dæm­is að dansa eins og eng­inn sé að horfa? Margt af því sem við ger­um í líf­inu, er nefni­lega með hang­andi hend­inni, þegar við erum að reyna að vera alltaf lægsti sam­nefn­ari sam­fé­lags­ins og það er ekki gam­an.

Dansaðu eins og enginn sé að horfa.
Dansaðu eins og eng­inn sé að horfa. mbl.is/​Pin­t­erest

Sýndu lín­urn­ar

Sophia Lor­en sýndi lín­urn­ar bet­ur en aðrar kon­ur. Hún hafði og hef­ur ein­stakt lag á að finna fatnað, sem lagði áherslu á mjótt mittið og kven­leg­an vöxt­inn. Finndu hvað þú vilt sýna á þínum lík­ama. Hvort held­ur sem er mittið, hand­legg­ir eða fæt­ur. Ekki sýna samt allt í einu!

Falleg Lauren, með eina flottustu bringu sem við höfum séð.
Fal­leg Lauren, með eina flott­ustu bringu sem við höf­um séð. mbl.is/​Pin­t­erest

Það kost­ar ekki að líta vel út 

Sophia Lor­en er þekkt fyr­ir að taka að sér alls kon­ar hlut­verk. Sum þeirra hafa í gegn­um tíðina verið þannig að hún fær tæki­færi til að gera það að klæðast lak­inu einu sam­an huggu­legt. Málið er nefni­lega með fatnað, að hann ger­ir ekki mann­eskj­una, held­ur ger­ir mann­eskj­an föt­in sem hún klæðist. Þetta er öf­ugt við það sem tísku­hús­in boða, en er svo sann­fær­andi þegar maður horf­ir til þess hvað Lauren ger­ir nán­ast allt fal­legt.

Sophia Loren er falleg í öllu, jafnvel laki. Hvað finnst …
Sophia Lor­en er fal­leg í öllu, jafn­vel laki. Hvað finnst ykk­ur? mbl.is/​Pin­t­erest

Farðu út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann

Eitt af því sem Sophia Lor­en hef­ur til­einkað sér í líf­inu er að gera ekki alltaf það sama í líf­inu. Hún er mik­il til­finn­inga­vera og læt­ur til­finn­ing­arn­ar ráða för­inni. Að sama skapi er hún skyn­söm og fynd­in. Þetta er meist­ara­lega góð sam­setn­ing að hafa í huga í líf­inu. Svo prófaðu eitt­hvað nýtt, það verður í versta falli þá bara fyndið.

Leiktu þér og farðu út fyrir þægindarammann.
Leiktu þér og farðu út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann. mbl.is/​Pin­t­erest

Finndu þínar leiðir í her­berg­inu

Sophia Lor­en er þekkt fyr­ir að vera kyn­tákn og mörg­um er minn­is­stætt atriði úr mynd­inni Iero, Oggi, Dom­ani þar sem Sophia Lor­en er að dansa fyr­ir vin sinn kynþokka­full­an dans þar sem hún læt­ur föt­in sín flakka. Þeir sem vita ekki hvernig atriðið end­ar verða að finna mynd­ina. En við get­um all­ar látið strák­ana gelta eins og Lauren gerði í mynd­inni bara ef við reyn­um.

Kynþokkafull Lauren í Iero, Oggi, Domani.
Kynþokka­full Lauren í Iero, Oggi, Dom­ani. mbl.is/​Pin­t­erest

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda