Af hverju ferðu ekki þínar eigin leiðir?

Charlotte Rampling er þekkt fyrir að sýna annaðhvort bringuna eða …
Charlotte Rampling er þekkt fyrir að sýna annaðhvort bringuna eða fæturna þegar hún klæðir sig upp á. Aldrei bæði. mbl.is/Pinterest

Leikkonan Charlotte Rampling er þekkt fyrir sinn eigin stíl sem einkennist af miklum innri styrk sem hún segist hafa fengið í sængurgjöf. Hún ber fatnað í anda sjöunda áratugsins einstaklega vel, en það er eitthvað meira, eitthvað undirliggjandi sem erfitt er að festa hendur á sem gerir stílinn hennar einstakan.

Við höldum áfram að feta okkur áfram í frumskógi tískunnar og spyrjum nýrrar af hverju-spurningar í þessu samhengi.

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2018/01/28/af_hverju_faerdu_ekki_fot_lanud_hja_kaerastanum/

Freknur eru fallegar

Rampling hefur alltaf verið fallega til fara með huggulegt hár og frísklega húð. Hún hefur í gegnum söguna verið notuð sem sönnun þess að freknur eru fallegar. Prófaðu þig áfram í förðun, þannig að í staðinn fyrir að fela freknurnar með miklum farða eins og þekkist í dag, að hafa lítinn farða og nota kinnalit. Förðun sem stenst dagsljósið er einkennismerki Rampling. 

Í gegnum söguna hefur þótt einstaklega fallegt að vera með …
Í gegnum söguna hefur þótt einstaklega fallegt að vera með freknur. Charlotte Rampling kann að meta húðina sína. mbl.is/Pinterest

Berðu fatnaðinn af öryggi

Rampling hefur talað um það í viðtölum að hún hafi þennan innri styrk sem kemur svo vel fram í hvernig hún kemur fram. Hún er engum háð og hefur sagt að ef til þess kæmi, ætti hún ekki í neinum vandræðum að vera án fólks, ein í heiminum. 

„Ef allir eru að fara í eina áttina, væri ég vís að fara í aðra átt.“ Þessi litla setning segir svo mikið. Hún klæðir sig ekki upp á fyrir aðra, heldur fyrir sig sjálfa. Hún þarf ekki á öðrum að halda, hún getur verið ein. Þess vegna ber hún fatnað sinn af öryggi.

Falleg Rampling í klæðilegri kápu.
Falleg Rampling í klæðilegri kápu. mbl.is/Pinterest

Vertu sátt við líkama þinn

Charlotte Rampling kemur fram eins og hún er. Hún er, andstætt við svo marga aðra í dag, ekki að breyta líkamanum á sér. Ofurstórir rassar eða brjóst er ekki klassískt, í raun langt frá því að vera eðlilegt þegar fólk er að láta blása upp á sér einn líkamspart umfram annan.

Prófaðu að skoða líkama þinn og finndu leið til að elska hann eins og hann er. Æfðu þig í að setja á þig krem, og næra hann á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt.

Charlotte Rampling hefur ekki látið eiga neitt við líkamann á …
Charlotte Rampling hefur ekki látið eiga neitt við líkamann á sér í gegnum árin. Sem er ólíkt því sem margir eru að boða í dag. mbl.is/Pinterest

Haltu þig við það sem þér líkar

Charlotte Rampling er ein þeirra sem minnir okkur á að setja fókusinn á það sem skiptir máli í lífinu. Þegar þig langar að komast út úr sjálfri þér, að kaupa allt nýtt eða breyta miklu. Mundu þá að rækta þig innan frá.

Við þurfum ekki að mæta á hverjum degi í nýjum fötum í vinnuna, eða eiga allt það nýjasta. Við getum nært á okkur hárið, lesið góða bók og gert fleira til að næra okkur innan frá sem gerir það ólíklegra að við viljum flýja í öfgana. Charlotte Rampling gerir þetta vel.

Kvenleg Rampling á mjög fallegan hátt.
Kvenleg Rampling á mjög fallegan hátt. mbl.is/Pinterest
Charlotte Rampling fegurðin uppmáluð á náttúrulegan hátt.
Charlotte Rampling fegurðin uppmáluð á náttúrulegan hátt. mbl.is/Pinterest
Charlotte Rampling hefur þetta innra öryggi sem margir eru að …
Charlotte Rampling hefur þetta innra öryggi sem margir eru að leita eftir. mbl.is/Pinterest
Rampling klæðir sig upp á í dragt og líður vel …
Rampling klæðir sig upp á í dragt og líður vel í þannig fatnaði að sama skapi og hún ber kjóla á einstakan hátt. mbl.is/Pinterest
Fallegur hvítur bolur og einfaldar gallabuxur. Hver ber þetta betur …
Fallegur hvítur bolur og einfaldar gallabuxur. Hver ber þetta betur en Rampling? mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda