Af hverju ertu ekki með beinar augabrúnir?

Audrey Hepburn með fallega snyrtar augabrúnir sem vísa til hliðanna …
Audrey Hepburn með fallega snyrtar augabrúnir sem vísa til hliðanna en ekki niður. Pinterest.

Útlitið snýst um smá­atriðin. Glans á hári eða jafn­vel bara auga­brún­ir. Við höld­um áfram að fóta okk­ur áfram í frum­skógi tísk­unn­ar og spyrj­um að þessu sinni af hverju þú haf­ir ekki auga­brún­irn­ar þínar bein­ar í anda helstu tísku­fyr­ir­mynda í heim­in­um.

Þegar að kem­ur að auga­brún­um þá erum við marg­ar hverj­ar alls ekki nógu kröfu­h­arðar. Á Íslandi eru fjöl­marg­ir fag­menn sem eru sér­stak­lega góðir að lita auga­brún­ir og hár, en þegar við vit­um ekki hvað við vilj­um er erfitt að gera okk­ur til geðs. Þegar kem­ur að klass­ískri feg­urð er eitt sem marg­ar kon­ur eiga sam­eig­in­legt og það er lög­un auga­brúna. Coco Chanel var fyrst kvenna til að draga auga­brún­ir sín­ar á þenn­an sér­staka hátt, en á eft­ir henni hafa fjöl­marg­ar fal­leg­ar kon­ur fylgt á eft­ir. Meðal ann­ars hin ógleym­an­lega Di­ana Vr­ee­land og Au­d­rey Hep­burn.

Coco Chanel lék sér með augabrúnir sínar. Hér er hún …
Coco Chanel lék sér með auga­brún­ir sín­ar. Hér er hún með þær ýkt­ar og nokkuð bein­ar. Pin­t­erest.
Hér eru augabrúnir Coco Chanel náttúrulegri en alltaf frekar beinar.
Hér eru auga­brún­ir Coco Chanel nátt­úru­legri en alltaf frek­ar bein­ar. Pin­t­erest.
Tískudrottningin Diana Vreeland, sem hefur verið einn valdamesti aðilinn í …
Tísku­drottn­ing­in Di­ana Vr­ee­land, sem hef­ur verið einn valda­mesti aðil­inn í tísku­heim­in­um í gegn­um tíðina, var alltaf nátt­úr­leg, en með þess­ar beinu brún­ir. Pin­t­erest.
Audrey Hepburn með fullkomnar augabrúnir og einfalt útlit.
Au­d­rey Hep­burn með full­komn­ar auga­brún­ir og ein­falt út­lit. Pin­t­erest.

Kon­ur frá Asíu, sér í lagi Kór­eu, eru marg­ar hverj­ar mjög lagn­ar við þessa gerð af auga­brún­um enda eru þær klass­ísk­ar og fal­leg­ar og með ein­stakt lag á því að gefa smá­atriðum gaum.

Konur frá Kóreu eru sérfræðingar í að gera náttúrulegar beinar …
Kon­ur frá Kór­eu eru sér­fræðing­ar í að gera nátt­úru­leg­ar bein­ar brún­ir. Pin­t­erest.
Náttúrulegar beinar augabrúnir.
Nátt­úru­leg­ar bein­ar auga­brún­ir. Pin­terst.
Einstaklega fallegar augabrúnir. Asískar konur kunna að vinna þetta útlit …
Ein­stak­lega fal­leg­ar auga­brún­ir. Asísk­ar kon­ur kunna að vinna þetta út­lit vel. Eins er talið að þess­ar auga­brún­ir fari hring­laga and­liti ein­stak­lega. Pin­t­erest.

Af kon­um í dag sem gera þetta vel má nefna fyr­ir­sæt­una Cara Deleving­ne. Eins má nefna leik­kon­urn­ar Jenni­fer Conn­elly, Na­talie Portman og Jessica Alba. 

Jennifer Connelly fullkomnar þetta útlit.
Jenni­fer Conn­elly full­komn­ar þetta út­lit. Pin­t­erest.
Cara með fullkomnar augabrúnir. Töff og ákveðið útlit.
Cara með full­komn­ar auga­brún­ir. Töff og ákveðið út­lit. Pin­t­erest.
Jessica Alba með beinar augabrúnir að sjálfsögðu.
Jessica Alba með bein­ar auga­brún­ir að sjálf­sögðu. Pin­t­erest.

Það sem þarf að hafa í huga er að plokka hæsta punkt auga­brún­anna aðeins sem og und­ir þær í end­ann. En ef­laust er best að leita til fag­fólks með þetta eins og annað. Jafn­framt er fal­legt að auga­brún­ir séu í sama lit og hár­rót­in. 

Þessi mynd sýnir meira en mörg orð klassann við að …
Þessi mynd sýn­ir meira en mörg orð klass­ann við að hafa bein­ar brún­ir í stað hinna hefðbundnu brúna. Há­tísk­an í hnot­skurn. Pin­t­erest.
Af tískuvikunni í New York. Þessi smáatriði eru unnin fullkomlega …
Af tísku­vik­unni í New York. Þessi smá­atriði eru unn­in full­kom­lega hjá há­tísku­merkj­un­um. Þess­ir litlu hlut­ir gera gæfumun­inn á tískupöll­un­um. Bein­ar auga­brún­ir kalla á klassa. Pin­t­erest.


Við von­um svo sann­ar­lega að þessi mála­flokk­ur verði vald­efl­andi fyr­ir kon­ur í land­inu og gefi þeim hug­mynd­ir sem þær geta notað til að byggja sig upp og verða frjáls­ar til að gera hluti sem þær lang­ar til sjálf­ar. Upp­hafið að því að breyta til og fara út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann er að okk­ar mati að varpa ljósi á hluti sem okk­ur þykja áhuga­verðir. Tíska og út­lit get­ur verið vanda­samt mál­efni að ræða. Grein­in er ekki gagn­rýni á all­ar þær frá­bæru kon­ur sem eru á sín­um for­send­um, held­ur til að opna aug­un fyr­ir marg­vís­leg­um hlut­um þegar kem­ur að tísku og út­liti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda