Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

Það er til mikils að vinna að gera æfingarnar hennar …
Það er til mikils að vinna að gera æfingarnar hennar Fonda. Pinterest.

Er ekki kom­inn tími á Jane Fonda-æf­ing­arn­ar góðu aft­ur? Lang­ar lín­ur, húm­or og gleði eru eitt­hvað svo miklu hressi­legra ásýnd­ar en of­ur­skyggð and­lit og ít­ur­vaxn­ir boss­ar.

Hver man ekki eft­ir æf­ing­un­um henn­ar Jane Fonda frá því á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar? Smart­land held­ur áfram að fóta sig áfram í frum­skógi tísk­unn­ar og velt­ir upp þeirri spurn­ingu hvort æf­ing­ar Jane Fonda eigi ennþá við.

Flest­ar kon­ur sem vildu vera í formi á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar skunduðu í Kram­húsið og gerðu Jane Fonda-æf­ing­ar ásamt því að tyggja megr­un­ar­k­ara­mell­ur úr Heilsu­hús­inu og drekka Tab úr næstu kjör­búð.

Jane Fonda er með þetta klassíska útlit sem stenst tímans …
Jane Fonda er með þetta klass­íska út­lit sem stenst tím­ans tönn. Pin­t­erest.

Jane Fonda er ennþá í hörku­formi og Smart­land velt­ir því upp hér hvort ekki sé kom­inn tími á lang­ar lín­ur í staðinn fyr­ir út­blásna bossa sem ekk­ert vit virðist í þegar litið er á mál­in praktískt.

Jane Fonda er þekkt fyr­ir margt, meðal ann­ars þá staðhæf­ingu sína að hún vilji ekki snerta við and­lit­inu á sér með aðgerðum, af því hún vill ekki líta út eins og all­ar kon­ur sem henni finnst eins eft­ir fegr­un­araðgerðir.

Jane Fonda-æf­ingarplanið var létt og skemmti­legt og snér­ist allt um hreyf­ingu og styrk­leikaæf­ing­ar. Miðpunkt­ur þess­ara æf­inga var góð tónlist og fal­leg dress sem virðast vera að kom­ast í tísku. Svo af hverju ekki að setja bara mynd­band af henni í tækið og byrja að taka á því heima?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda