Hví leitarðu ekki í smiðju Carrie Bradshaw?

Á sumrin er fallegt að finna til stór pils og …
Á sumrin er fallegt að finna til stór pils og tank-boli í sama tón. Pinterest.

Eitt af því sem hélt áhorf­end­um límd­um við skjá­inn þegar Beðmál í Borg­inni var vin­sælt var fata­skáp­ur Carrie Brads­haw. Smart­land valdi bestu dress­in úr þátt­un­um og kvik­mynd­um byggðum á þátt­un­um og velt­ir upp spurn­ing­unni hvort þessi dress eigi ekki enn þá við.

Frum­skóg­ur tísk­unn­ar er flók­inn, hér er haldið áfram að fikra sig áfram í mál­efn­um er varða tísku og hönn­un.

Það sem Carrie Brads­haw ger­ir vel í Beðmál í Borg­inni er að setja sam­an ólík­ar flík­ur. Hér má sjá fal­legt ein­falt und­ir­lag á kjól sem prýdd­ur er bróderuðum glitrandi bol. Takið eft­ir fal­leg­um ein­föld­um skóm sem ger­ir legg­ina lengri. Hér klæðist hún Roberto Ca­valli.

Fallegur kvöldklæðnaður. Takið eftir hvað þessir skór falla vel inn …
Fal­leg­ur kvöld­klæðnaður. Takið eft­ir hvað þess­ir skór falla vel inn í sam­setn­ing­una. Pin­t­erest.

Þegar stelp­ur eru í Frakklandi er mik­il­vægt að klæða sig upp á eins og Par­ís­ar­bú­ar. Það gerði Carrie vel. Sjó­manna­bol­ur­inn teinótti með pilsi sem er einnig með rönd­um er guðdóm­leg sam­setn­ing.

Parísartískan tekin á næsta stig. Carry kann þetta.
Par­ís­ar­tísk­an tek­in á næsta stig. Carry kann þetta. Pin­t­erest.

Á heit­um su­mar­kvöld­um er mik­il­vægt að kunna að klæðst log­andi lit­um. Rauður ein­fald­ur kjóll og fal­leg­ir hand­legg­ir er það eina sem þarf í þetta út­lit.

Rauður kjóll á heitum sumarnóttum er fallegur stíll.
Rauður kjóll á heit­um sum­arnótt­um er fal­leg­ur stíll. Pin­t­erest.

Kjóll­inn sem lýs­ir Carrie hvað best er litli svarti kjóll­inn sem hún klæðist við mörg tæki­færi. Þessi kjóll fer ein­stak­lega vel með ljós­um skóm og ljósri tösku. Takið eft­ir því hvað ein­falt út­lit á fylgi­hlut­um, læt­ur kjól­inn standa upp úr. Hér er ekki verið að flækja hlut­ina.

Þessi stíll er dæmigerður fyrir Carry Bradshaw í Beðmál í …
Þessi stíll er dæmi­gerður fyr­ir Carry Brads­haw í Beðmál í Borg­inni. Pin­t­erest.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda