Harpa segir hárskraut vera málið

Harpa Ómarsdóttir er skólastjóri Hárakademíunnar ásamt því að reka hársnyrtistofuna …
Harpa Ómarsdóttir er skólastjóri Hárakademíunnar ásamt því að reka hársnyrtistofuna Blondie. Ljósmynd/Saga Sig.

Harpa Ómarsdottir hársnyrtimeistari og skólastjóri Hárakademíunnar rekur einnig hársnyrtistofuna Blondie. Harpa er þaulvön hárgreiðslukona og veit hvað er það heitasta í heimi hártísku og ekki síst hártísku fermingarbarna.

Harpa var í London á dögunum og er nýkomin heim frá Belgíu. ,,Ég hef verið sendiherra Label.M á Íslandi síðustu fjögur árin og unnið náið með Toni and Guy og þeirra listræna teymi í London sem og Baldri Rafni, eiganda Label.M á Íslandi.“

„Hártískan er ákaflega skemmtileg að mínu mati núna. Við sjáum mikið af alls konar litapalletum. Styttur eru aftur að koma í tísku, toppar og möllett. Hárið á strákunum er að síkka afur og þeir eru að lýsa hárið,“ segir Harpa. „Það sem er hvað mest áberandi í dag í greiðslum eru fléttur og hárskraut. Klútar, hárbönd, kambar, spennur, bönd og fleira.“

Harpa segir götutískuna ráða ríkjum um þessar mundir, kannski vegna áhrifa frá samfélagsmiðlum. „Allir þessir Instagrammarar og Snapchattarar móta tískuna með tískurisunum.“

Hárið eins og skínandi skart er vinsælt um þessar mundir. …
Hárið eins og skínandi skart er vinsælt um þessar mundir. Hárskraut er einnig vinsælt. Ljósmynd/Pinterest.

Rómantísk tíska

Harpa segir tískuna í dag einnig minna mikið á rómantíkina á áttunda áratug síðustu aldar og leita einnig í tíunda áratuginn.

Skartgripir hafa verið að stækka og með hárefnum og glans leitast nú fólk við að gera hárið eins og skínandi skart að hennar sögn.

Fallega uppsett hárið gerir mikið fyrir útlitið. Hér er verið …
Fallega uppsett hárið gerir mikið fyrir útlitið. Hér er verið að vinna með efni sem gera hárið skýnandi glansandi og fallegt. Ljósmynd/Pinterest.
Léttar fléttur frá andliti er vinsælt um þessar mundir fyrir …
Léttar fléttur frá andliti er vinsælt um þessar mundir fyrir fermingastelpuna. Ljósmynd/Pinterest.

Fallegt hárskraut í stíl við fermingarfötin

Varðandi fermingargreiðsluna er vinsælt að vera með létta liði í hárinu. „Fallegar fléttur frá andliti eða hálfur snúður er það nýjasta í fermingunum. Fallegt hárskraut, sem er í stíl við fatnað fermingarstúlkunnar er einnig í tísku. Mikilvægt er að nota hitavörn til að blása hárið upp úr og hársprey til að liðirnir haldi sér yfir fermingardaginn.“ Hún mælir með að fermingarstúlkur fái ráð frá fagfólki í þessum efnum.

Fallegt hárskraut í anda áttunda áratug síðustu aldar.
Fallegt hárskraut í anda áttunda áratug síðustu aldar. Ljósmynd/Pinterest.

Stutt hár fyrir strákana með hliðartopp

Hjá strákunum er vinsælt að hárið sé stutt um þessar mundir þó svo það sé líka aðeins að síkka, en hliðartoppur er mikið í tísku. „Þá greiða þeir hárið til hliðar jafnvel með smá „wet look“.“

Hárið greitt til hliðar með glansandi áferð.
Hárið greitt til hliðar með glansandi áferð. Ljósmynd/Pinterest.
Stutt hár er í tísku hjá strákunum.
Stutt hár er í tísku hjá strákunum. Ljósmynd/Pinterest.
Síður toppur virkar vel á tískupöllunum.
Síður toppur virkar vel á tískupöllunum. Ljósmynd/Pinterest.
Hárskraut sem setur punktinn yfir i-ið.
Hárskraut sem setur punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Pinterest.
Stórsniðugt hárskraut.
Stórsniðugt hárskraut. Ljósmynd/Pinterest.
Klútar eru vinsælir um þessar mundir.
Klútar eru vinsælir um þessar mundir. Ljósmynd/Pinterest.
Takið eftir því hvað klútur vafinn um snúð er fallegt.
Takið eftir því hvað klútur vafinn um snúð er fallegt. Ljósmynd/Pinterest.





Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda